Ian McElhinney

Ian McElhinney (f. 1948) er leikari og leikstjóri frá Norður-Írlandi. Hann hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum, í sjónvarpi og á leiksviði, meðal annars hjá The Royal Shakespeare Company, í Abbey- og Gate-leikhúsunum í Dublin og Lyric-leikhúsinu í Belfast. Meðal kvikmynda sem hann hefur leikið í eru Hornblower, Cold Feet, Queer as Folk og The Tudors. Hann lék í sjónvarpsþáttaröðunum Game of Thrones og Taggart. McElhinney leikstýrði frumuppfærslunni á Með fulla vasa af grjóti á West End í London. Í kjölfar vinsælda sýningarinnar þar var hann fenginn til að leikstýra verkinu víða um heim, meðal annars á Broadway, í Dublin og Edinborg. Hann leikstýrði sýningu Þjóðleikhússins á verkinu árið 2000. Hann er kvæntur Marie Jones, höfundi verksins.