/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Ágústa Skúladóttir

Leikstjóri
/

Ágústa Skúladóttir hefur sett upp 75 sýningar, einkum á nýjum íslenskum verkum. Hún lærði leiklist hjá Monicu Pagneux, Philippe Gauliere, Theatre De Complicite, John Wright og David Glass. Í Þjóðleikhúsinu hefur Ágústa sett upp Hvað sem þið viljið, Kardemommubæinn, Umhverfis jörðina á 80 dögum, Dýrin í Hálsaskógi, Ballið á Bessastöðum, Klaufa og kóngsdætur, Eldhús eftir máli, Halldór í Hollywood, Umbreytingu og Stórfengleg. Hún leikstýrði Línu Langsokk og Gosa í Borgarleikhúsinu og Gallsteinum afa Gissa hjá LA. Hún leikstýrði sýningum Hunds í óskilum Njálu á hundavaði, Öldinni okkar og Kvenfólki. Hún hefur sett upp fjölda verkefna með sjálfstæðum leikhópum, nú síðast Madame Tourette, Fíflið og Hrímu. Hún hefur einnig leikstýrt talsvert í Færeyjum og hjá Íslensku óperunni. Ágústa er einn af aðstandendum Gaflaraleikhússins og leikstýrði þar Bíddu bara, Í skugga Sveins og Ævintýrum Múnkhásens. Sýningar hennar Gosi, Í skugga Sveins, Klaufar og kóngsdætur og Bólu-Hjálmar hlutu Grímuverðlaunin sem barnasýningar ársins og sýning hennar Eldhús eftir máli hlaut Menningarverðlaun DV. Hvað sem þið viljið er níunda sýningin sem Ágústa og Karl Ágúst vinna að saman.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími