Þórey Birgisdóttir

Þórey leikur í Ronju ræningjadóttur, sirkussöngleiknum Slá í gegn og Jónsmessunæturdraumi hér í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019. 

Þórey útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2018 og lék í útskriftarverkefni leikaranema, Aðfaranótt, í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. 

Áður en Þórey hóf nám við skólann tók hún meðal annars þátt í Ævintýri í Latabæ í Þjóðleikhúsinu, Mary Poppins og Galdrakarlinum í Oz í Borgarleikhúsinu, þá sem partur af dans- og sönghóp, auk þess sem hún hefur komið fram sem dansari í fjölda verkefna bæði á sviði og í sjónvarpi.