Thea Snæfríður Kristjánsdóttir

  • Thea Snæfríður Kristjánsdóttir

Thea Snæfríður Kristjánsdóttir leikur í aðventusýningunni Leitinni að jólunum leikárið 2018-2019.

Thea lék einnig í Leitinni að jólunum í Þjóðleikhúsinu á liðnu leikári. Hún fór með aðalhlutverk í jólaleikriti Útvarpsleikhússins, Gallsteinum afa Gissa, hefur leikið í stuttmyndum og unnið við talsetningu.

Thea er á þriðja ári í Leiklistarskóla Borgarleikhússins og hefur sótt mörg námskeið hjá Leynileikhúsinu. Hún hefur æft dans í Dansskóla Birnu Björns um nokkurra ára skeið, og verið á söngleikjanámskeiði hjá Chantelle Carey.

Thea var sigurvegari í Stóru upplestrarkeppninni í Ráðhúsinu árið 2017.