/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Sólveig Guðmundsdóttir

Leikari
/

Sólveig Guðmundsdóttir leikur í Prinsinum í Þjóðleikhúsinu í vetur.

Sólveig lærði leiklist við The Arts Educational School í London og útskrifaðist árið 2002.

Sólveig er ein af stofnendum Kvenfélagsins Garps og hefur unnið sem sjálfstætt starfandi leikkona, höfundur og framleiðandi við fjölda leiksýninga með sjálfstæðum leikhópum – m.a. með Hafnarfjarðarleikhúsinu, GRAL, Opið út, Rauða þræðinum, Leikhúsinu 10 fingrum og Óskabörnum ógæfunnar. Barnaleikritið Lífið sem hún vann með 10 fingrum hlaut tvenn Grímuverðlaun árið 2012 og hefur verkið verið sýnt á barnaleikhúshátíðum víða um heim við frábærar undirtektir.

Helstu hlutverk Sólveigar á leiksviði eru; Dís í Gunnlaðar sögu, Una í Svörtum fugli, Jórunn í Með horn á höfði, Dóri Maack í Pörupiltum, Pozzo í Beðið eftir Godot, Hjartadrottningin í Lísa í Undralandi hjá MAK, Agnes í Illsku og Sóley Rós í verkinu Sóley Rós ræstitæknir sem Sólveig skrifaði ásamt Maríu Reyndal leikstjóra. Sólveig lék Frú Miller í EFI – dæmisaga í Þjóðleikhúsinu, ýmis hlutverk í verkinu Hans Blær hjá Óskabörnum ógæfunnar, Elsu í Svartlyng hjá GRAL leikhópnum, Þórunni í Sex í Sveit hjá Borgarleikhúsinu og hún fer með hlutverk Mömmu og Ellu í Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal sem Kvenfélagið Garpur setti upp í Borgarleikhúsinu.

Sólveig hefur farið með hlutverk í hinum ýmsu útvarpsverkum sem og í kvikmyndunum Mannasiðir, Andið eðlilega, Lof mér að falla og Tryggð. Sólveig er meðhöfundur af eftirfarandi leikverkum og leikgerðum: Homo Erectus og Kynfræðsla Pörupilta, Illska, Hans Blær, Sóley Rós ræstitæknir og Lífið – stórkostlegt drullumall.

Sólveig hlaut Grímuverðlaun árið 2017 í flokknum Leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir leik sinn í verkinu Sóley Rós ræstitæknir en leikritið hlaut einnig Grímuverðlaun sem Leikrit ársins.
Sólveig var aftur valin leikkona ársins í aðalhlutverki árið 2019 fyrir leik sinn í Rejunion eftir Sóleyju Ómarsdóttur. Þá hlaut Sólveig Menningarverðlaun DV 2017 fyrir leik sinn í Illsku og Sóleyju Rós.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími