Sindri Diego

  • Sindri-Diego

Sindri tekur þátt í Jónsmessunæturdraumi hér í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019.

Sindri var sirkuslistamaður í sirkussöngleiknum Slá í gegn hér í Þjóðleikhúsinu.

Hann æfði fimleika hjá Ármanni frá 9 ára aldri í um fimmtán ára skeið. Hann var í unglingalandsliðinu í fimleikum og úrvalshópum fyrir fullorðinslandsliðið í áhaldafimleikum. Hann keppti þrisvar í hópfimleikum á Evrópumeistaramótinu með blönduðum flokki og hafnaði lið hans í þriðja sæti árið 2016. 

Sindri byrjaði að að æfa með Sirkus Íslands árið 2010 og fór fljótlega að sýna fimleika og loftfimleika með hópnum. Hann hefur tekið þátt í öllum  fjölskyldusýningum sirkusins frá árinu 2012 og komið fram á ýmsum hátíðum og skemmtunum með hópnum.