Sigurður Þór Óskarsson

Leikari

  • Sigurdur-Thor-Oskarsson


Sigurður Þór leikur í sirkussöngleiknum Slá í gegn, Ronju ræningjadóttur og Einræðisherranum í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019.

Sigurður Þór útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2012.

Sigurður Þór lék í Oddi og Sigga, Aðfaranótt (í samstarfi við LHÍ),  Fjarskalandi, Djöflaeyjunni, Álfahöllinni, Í hjarta Hróa hattar og Hleyptu þeim rétta inn í Þjóðleikhúsinu.

Sigurður Þór var strax að útskrift lokinni ráðinn til Borgarleikhússins. Hann starfaði þar í þrjú ár og lék fjöldamörg hlutverk á þeim tíma. Hjá LR lék Sigurður meðal annars í Gulleyjunni, Bastörðum, Músum og mönnum, Mary Poppins, Hamlet, Línu Langsokk, Beint í æð og Billy Elliot. Sigurður fór einnig með hlutverk Hamlets í leiksýningunni Hamlet litla sem vann til Grímuverðlauna sem Barnasýning ársins árið 2014.

Sigurður Þór lék í sjónvarpsþáttunum Rétti og fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Rökkri.