/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Ólafur Egill Egilsson

Leikari, Leikstjóri
/

Ólafur Egill Egilsson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ árið 2002. Hann hefur starfað sem leikari, handritshöfundur og leikstjóri í fjölda verkefna í leikhúsi og kvikmyndum. Hann leikstýrir Nokkrum augnablikum um nótt í Þjóðleikhúsinu í vetur og er í listrænu teymi leikhússins. Hann leikstýrði hér Ástu og Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) og hefur leikið hér í fjölda sýninga. Hann leikstýrði m.a. Grímuverðlaunasýningunni Níu lífum, Hystory, Brotum úr hjónabandi, Kartöfluætunum og Tvískinnungi í Borgarleikhúsinu. Hann fékk Grímuna fyrir leik í Sjálfstæðu fólki, Óliver og Svartri mjólk og sem leikskáld ársins fyrir Fólkið í kjallaranum og hefur hlotið fjölda tilnefninga. Hann hlaut Edduverðlaunin sem meðhöfundur kvikmyndarinnar Kona fer í stríð.

 

 

 

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími