Lilja Nótt Þórarinsdóttir

Leikkona

Lilja Nótt Þórarinsdóttir útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ árið 2009. Hún hóf störf við Þjóðleikhúsið strax að loknu námi og lék í Brennuvörgunum, Gerplu og Snæfríði Íslandssól í Íslandsklukkunni, sem var 60 ára afmælissýning leikhússins.

Árið 2011 stofnaði Lilja Nótt ásamt öðrum leikhópinn Suðsuðvestur (Stillweatherproductions) sem hefur meðal annars sett upp sýninguna Eftir lokin eftir Dennis Kelly í Tjarnarbíói og tvenna Marlene Dietrich tribute tónleika.

Lilja Nótt hefur leikið talsvert í  kvikmyndum, meðal annars í Strákunum okkar og Reykjavík-Rotterdam og í sjónvarpsþáttunum Rétti og Ástríði.