Juliette Louste

  • Juliette-Louste

Juliette tekur þátt í Jónsmessunæturdraumi hér í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019.

Juliette Louste var dansstjóri í sirkussöngleiknum Slá í gegn hér í Þjóðleikhúsinu.

Juliette fæddist í Frakklandi árið 1988. Hún lærði dans í Lyon og Barcelona, og lauk prófi í kóreógrafíu frá Institut del Teatre í Barcelona árið 2013.

Hún hefur starfað við fjölmörg verkefni sem danshöfundur og dansari frá árinu 2004. Hún hefur meðal annars starfað með Carolyn Carlson, Israël Galván og Akram Khan. Hún starfaði með danshópnum  PerkImBa í Barcelona og Genf frá árinu 2009. Hún hefur unnið með tengsl djass og nútímadans í spunaverkefnum víða um Spán. Hún hefur starfað að ýmsum verkefnum ásamt píanóleikaranum Toni Vaquer. Hún hefur einnig unnið mikið með David Mengual og Free Spirits Big Band de Sant Cugat. 

Meðal höfundarverka hennar eru  It's the same old dream... (2012) og Monk'ments et Réalités parallèles (2013). Hún stofnaði danshópinn Juliette Louste Company.

Juliette hefur sérstakan áhuga á að vinna með samruna ólíkra menningarheima og hún hefur tekið þátt í dansverkefnum víða um heim, en einnig unnið myndbönd og tekið ljósmyndir á ferðum sínum. 

Juliette starfar í ljósadeild Borgarleikhússins og hannaði lýsingu fyrir Skúmaskot. Hún tók einnig þátt í leiksýningunni Sölku Völku.