Jón Gnarr

Jón leikur í Súper - þar sem kjöt snýst um fólk í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019, en hann er jafnframt höfundur leikritsins.

Jón Gnarr er rithöfundur, leikari og fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur. 

Hann hefur skrifað og leikið í útvarps- og sjónvarpsþáttum af ýmsu tagi, eins og Heimsenda, Tvíhöfða, Fóstbræðrum, Næturvaktinni, Dagvaktinni og Fangavaktinni.

Hann hefur einnig fengist við auglýsingagerð, sviðsleik og uppistand. 

Jón var borgarstjóri Reykjavíkur fyrir hönd Besta flokksins á árunum 2010-2014.

Jón lék í sirkussöngleiknum Slá í gegn í Þjóðleikhúsinu.

Jón hefur gefið út skáldsögur og skáldaðar ævisögur, Miðnætursólborgina, Plebbabókina, Indjánann, Sjóræningjann og Útlagann. Jón gaf einnig út bók sína Gnarr: How I Became the Mayor of a Large City in Iceland and Changed the World árið 2014 hjá bandaríska forlaginu Melville House.

Jón fékk  Edduverðlaun árið 2010 fyrir túlkun sína á Georg Bjarnfreðarsyni en alls hefur Jón fengið á annan tug Edduverðlauna á sínum ferli sem handritshöfundur, framleiðandi og leikari.