Hildur Jakobína Tryggvadóttir

Hildur Jakobína (Bíbí) tekur þátt í Jónsmessunæturdraumi hér í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019, og er aðstoðarleikstjóri í sýningunni.

Hildur Jakobína útskrifaðist úr Copenhagen International School Of Performing Arts vorið 2016 og lærði dans meðal annars við Listdansskóla Íslands. Hildur hefur verið í ýmsum dansverkefnum eftir útskrift. 

Í Þjóðleikhúsinu hefur hún starfað við aðstoðarleikstjórn í sýningunum Hleyptu þeim rétta inn og Ronju ræningjadóttur, og hún aðstoðaði við sýninguna Með fulla vasa af grjóti árið 2018.

Áður fyrr hefur Bíbí leikið og dansað í söngleiknum Buddy Holly og Völuspá í Norræna húsinu. Í Kaupmannahöfn lék hún í Volvens Spadom og Snedronningen í uppfærslu Teater Republique. Auk þess hefur hún dansað í fjölda verkefna bæði á sviði og í sjónvarpi.