Gunnar Jónsson

Leikari

Gussi lék í sýningunum Djöflaeyjunni og Fjarskalandi sem frumsýndar voru í Þjóðleikhúsinu leikárið 2016-2017. 

Gunnar Jónsson, eða Gussi, hefur leikið í ýmsum íslenskum kvikmyndum, nú síðast aðalhlutverkið í Fúsa sem hann hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir, jafnt hér heima sem erlendis. Hann lék í sjónvarpsþáttunum Fóstbræðrum og hefur leikið í mörgum kvikmyndum Hrafns Gunnlaugssonar.

Hann lék í Fúsa froskagleypi hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar og í Fame í Smáralind.

Sjómennska hefur verið hans aðalstarf í gegnum tíðina.