Grettir Valsson

Grettir leikur í Leitinni að jólunum hér í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019.
Grettir er á fyrsta ári í Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Hann steig fyrst á leiksvið þegar hann var sjö ára, í söngleiknum Oliver í Þjóðleikhúsinu , og hefur leikið í ýmsum sýningum síðan þá. 
Hér í Þjóðleikhúsinu lék hann í Öllum sonum mínum, Dýrunum í Hálsaskógi og Óvitum. 
Í Borgarleikhúsinu lék hann í Galdrakarlinum í Oz, Mary Poppins,Dagbók Jazzsöngvarans, Billy Elliot og Bláa hnettinum.
Einnig hefur Grettir talsett fjölda teiknimynda, m.a Peabody og Sherman, Góðu risaeðluna, Kassatröllin, Pan, Frozen og The Lego Movie.