Dóra Jóhannsdóttir

Dóra leikur í Loddaranum í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019.

Dóra útskrifaðist með BFA gráðu í leiklist frá Leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2006.

Hún hefur leikið í fjölda leikverka og í sjónvarpi og kvikmyndum.

Eftir útskrift hefur Dóra leikið í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, sem og með Íslenska dansflokknum og sjálfstæðum leikhópum.

Hún er stofnandi og listrænn stjórnandi spunaleikhússins Improv Ísland.

Hún leikstýrði verkinu Ræman í Borgarleikhúsinu 2017.

Hún var yfirhandritshöfundur Áramótaskaupsins 2017.