Björn Hlynur Haraldsson

Leikari

Björn Hlynur leikur í Tímaþjófnum og Óvini fólksins í Þjóðleikhúsinu leikárið 2017-2018.

Björn Hlynur útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2001.

Hann er einn af stofnendum leikhópsins Vesturports og hefur starfað með honum sem leikstjóri, höfundur og leikari, hérlendis sem erlendis. Hann lék meðal annars titilhlutverkið í Fást, í Húsmóðurinni, í Woyzeck (í Barbican leikhúsinu í London, Borgarleikhúsinu og New York), Brimi og Rómeó og Júlíu (í Borgarleikhúsinu, Young Vic Theatre og The Playhouse Theatre í London).

Björn Hlynur lék í Óþelló, Heimkomunni, Karitas, Íslandsklukkunni, Sumarljósi, Sædýrasafninu og titilhlutverkið í Pétri Gaut í Þjóðleikhúsinu. Hann samdi og leikstýrði verkinu Móðurharðindunum. 

Hann lék í Sölumaður deyr hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Gestinum hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Þíbylju. Erlendis lék hann  í Blóðbrúðkaupi í Almeida Theatre í London.

Björn Hlynur hefur leikið í kvikmyndunum Mýrinni, Sveitabrúðkaupi, Kóngavegi 7, Kaldaljósi, Strákarnir okkar, Brimi, Desember og Kurteisu fólki. Hann lék aðalhlutverk í sjónvarpsþáttaröðunum Hamrinum og Hrauninu. 

Björn Hlynur samdi og leikstýrði Axlar-Birni hjá Vesturporti sem sýnt var í Borgarleikhúsinu og Wiesbaden og Dubbeldusch sem var sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar. Hann leikstýrði Jesus Christ Superstar í Borgarleikhúsinu og Títusi og Kringlunni rústað á vegum Vesturports. Hann er í hópi handritshöfunda Húsmóðurinnar og Fást hjá Vesturporti.

Björn Hlynur var tilnefndur til Grímunnar fyrir leik sinn í Óþelló.