/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Bjarni Snæbjörnsson

Höfundur, Leikari
/

Leikari

 

Bjarni lauk leikaranámi með BFA gráðu frá sviðslistadeild Listaháskóla Íslands 2007. Bjarni er einnig með margra ára söngnám að baki, meðal annars frá Söngskólanum í Reykjavík og Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn. Árið 2015 lauk hann MA gráðu í listkennslu frá LHÍ og BA gráðu í ensku frá Háskóla Íslands 2013.

Í vetur leikur Bjarni í Frosti í Þjóðleikhúsinu, en hann lék hér áður í Kardemommubænum, Framúrskarandi vinkonu og Vesalingunum. Hann lék og samdi einleikinn Góðan daginn, faggi sem sýndur var hér fjölmörgum sinnum í Kjallaranum og á Stóra sviðinu og fór í leikferð um landið í skóla á vegum Þjóðleikhússins, auk þess sem sýningin var sýnd á Edingborg fringe. Hann lék einnig í Sjálfshjálparsöngleik Viggó og Víólettu í Kjallaranum.

Bjarni hefur komið víða við á sínum ferli. Hann hefur leikið hjá Leikfélagi Akureyrar, í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Hann hefur einnig verið afkastamikill hjá sjálfstæðum leikhópum og hefur leikið í klassískum og nýjum verkum. Þar má nefna Jim í Glerdýrunum eftir Tennessee Williams og Rándýr (hvort tveggja á vegum Fátæka leikhússins), Fyrirlestur um eitthvað fallegt (á vegum Smartílab) og verkefnum leikhópsins Stertabendu: Góðan daginn, faggi, Stertabenda og Insomnia. Þá hefur hann verið hluti af sýningarhóp Improv Ísland frá upphafi.

Bjarni hefur einnig leikið í sjónvarpsþáttum, auglýsingum og kvikmyndum, og má þar helst nefna Hæ Gosi, Áramótaskaupið, Stellu Blómkvist, Mannasiði og kvikmyndina Þrot.

Þá hefur hann mikla reynslu af að koma fram sem söngvari, á skemmtunum og sem veislustjóri, ýmist sem hann sjálfur eða sem annar hluti söngleikjadúósins Viggó og Víólettu. Hann hefur sungið á tónleikaröðum og tónleikum sérstaklega tileinkuðum söngleikjum og leikhústónlist, meðal annars með Sinfóníuhljómsveit Norðulands.

www.facebook.com/bjarniactor
www.instagram.com/bjarni.snaebjornsson
Heimasíða: www.bjarnisnae.com

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími