Bjarni Kristbjörnsson

Bjarni Kristbjörnsson er dansari í sirkussöngleiknum Slá í gegn hér í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019.

Bjarni er 15 ára gamall og stundar nám í Varmárskóla í Mosfellsbæ. 

Hann tók þátt í uppfærslu Borgarleikhússins á söngleiknum Billy Elliott þar sem hann lék fyrst um sinn Mikael vin Billys og síðar Billy sjálfan.  Bjarni lék einnig  í fjölskyldusýningunni Bláa hnettinum í Borgarleikhúsinu.

Hann lék í kvikmyndunum  Ég man þig og Sumarbörn, og stuttmyndinni Búi sem sýnd var á RÚV. 

Árið 2016 sigraði Bjarni í Stóru upplestrarkeppninni í Mosfellsbæ. 

Fyrir utan leiklistina æfir Bjarni hópfimleika með strákaliðinu í Stjörnunni.