Anna Svava Knútsdóttir

  • Anna Svava

Anna Svava leikur í Fly Me to the Moon í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019.

Anna Svava útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands árið 2007. 
Hún hefur leikið í fjölda verkefna á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndum, og komið víða fram sem uppistandari. 
Hún hefur jafnframt samið leikið efni af ýmsu tagi. Hún var meðal annars einn þriggja handritshöfunda sjónvarpsþáttaraðarinnar Ligeglad og hefur tekið þátt í að skrifa fimm Áramótaskaup.
Í sjónvarpi hefur hún meðal annars leikið í Ligeglad og margsinnis í Áramótaskaupinu.