Starfsemi

Þjóðleikhúsið starfar samkvæmt Leiklistarlögum frá árinu 1998.

Þjóðleikhússtjóri er stjórnandi leikhússins. Hann stýrir leikhúsinu samkvæmt samþykktri starfs- og fjárhagsáætlun og ber ábyrgð á starfsemi þess og rekstri, bæði listrænum og fjárhagslegum.

Skrifstofustjóri rekstrar og verkefnastjóri vinna með leikhússtjóra að rekstrarlegri áætlanagerð og skipulagi starfseminnar í samráði við deildarformenn og aðra stjórnendur.

Listasvið:

Þjóðleikhússtjóri stýrir starfi á listasviði. Undir listasvið heyrir leiklistarráðunautur, listrænir stjórnendur og höfundar, leikarar og annað sviðslistafólk, auk fræðslustjóra og forstöðumanns barnastarfs. Undir listasvið heyrir einnig listráð og bóka- og gagnasafn leikhússins.

Rekstrarskrifstofa:

Skrifstofustjóri stýrir starfi á rekstrarsviði og með honum verkefnastjóri. Undir rekstrarsvið heyrir fjármálastjóri, yfirbókari og launafulltrúi. Undir rekstrarsvið heyrir einnig rekstur hússins og öryggismál, lagerhald, bakdyravarsla, mötuneyti og þrif. 

Markaðsdeild:

Markaðsstjóri ber ábyrgð á markaðs- og kynningarmálum leikhússins. Á markaðsdeild starfa auk markaðsstjóra, kynningarfulltrúi, móttöku- og miðasölustjóri og starfsfólk í miðasölu, veitingasölu og þjónusturýmum.

Sýningarstjórn:

Á sýningadeild starfa sýningarstjórar og skipta þeir með sér verkefna- og sýningarstjórn fyrir leiksýningar. 

Sviðstæknideild - leiksvið, leikmyndir og leikmunir:

Tæknistjóri er deildarstjóri sviðstæknideildar. Hann hefur umsjón með útfærslu, vinnslu og uppsetningu leikmynda og viðhaldi aðstöðu og búnaðar á leiksviðum hússins og geymslum.  Á sviðstæknideild starfa auk tæknistjóra sviðsstjóri, vaktstjórar og sviðsmenn, auk deildarstjóra og starfsmanna á leikmunadeild.

Raftæknideild - ljós/hljóð og myndvinnsla:

Deildarstjóri hefur yfirumsjón með skipulagi vinnu vegna lýsinga, og mynd- og hljóðvinnslu. Raftæknideild skiptist í ljós-, hljóð- og myndvinnslu, en á deildinni starfa auk deildarstjóra ljósameistarar, deildarstjóri hljóðdeildar og hljóðmeistarar.

Búninga- og leikgervadeild:                                                                                         

Deildarstjóri búningadeildar sér um útfærslu, snið og saumun á búningum. Á búningadeild starfa auk deildarstjóra starfsmenn á saumastofu. Deildarstjóri leikgervadeildar hefur yfirumsjón með útfærslu og vinnu við hönnun leikgerva. Á leikgervardeild starfa auk deildarstjóra hárgreiðslumeistarar og hárkollugerðar- og förðunarmeistarar.


Ársskýrslur Þjóðleikhússins


Jafnréttismál