Laus störf hjá Þjóðleikhúsinu

Staða launafulltrúa og staða húsvarðar auglýst

Launafulltrúi - í Þjóðleikhúsinu

Þjóðleikhúsið auglýsir starf launafulltrúa. Um er að ræða fullt starf eða hlutastarf samkvæmt nánara samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst á nýju ári.
Umsóknarfrestur er til og með 3. desember 2018.

Helstu verkefni:
• Útreikningur, skráning og frágangur launa.
• Upplýsingagjöf til starfsmanna vegna útborgunar launa.
• Samskipti við starfsmenn, lífeyrissjóði, stéttarfélög og opinbera aðila.
• Eftirlit með framkvæmd kjarasamninga.
• Uppfærsla og viðhald gagnagrunna tengdum launavinnslu.
• Samráð og ráðgjöf til stjórnenda á sviði kjaramála.

Menntunar- og hæfniskröfur
• Menntun sem nýtist í starfi.
• Góð þekking, færni og reynsla á launa- og mannauðskerfi ríkisins.
• Þekking og reynsla af tímaskráningarkerfum
• Þekking á vaktaáætlunar- og viðverukerfum
• Góð kunnátta og færni í MS Excel og MS Word.
• Þekking á kjarasamningum og lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna æskileg.
• Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.

Nánari upplýsingar um starfið:
Nánari upplýsingar veitir Aðalheiður Rafnsdóttir, fjármálastjóri í síma 585-1226, netfang: heida@leikhusid.is

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Sækja skal um starfið með því að fylla út almenna starfsumsókn ( sækja skjal hér ) eða senda umsókn á netfangið leikhusid@leikhusid.is

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.


Húsvörður - í Þjóðleikhúsinu

Þjóðleikhúsið auglýsir starf húsvarðar. Um er að ræða fullt starf eða hlutastarf samkvæmt nánara samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til og með 3. desember 2018.

Helstu verkefni:
• Umsjón með húsnæði Þjóðleikhússins og lóð umhverfis það
• Eftirlit með húskerfum
• Yfirumsjón með ræstingu
• Almennt viðhald
• Almenn húsvarðarstörf

Hæfniskröfur
• Reynsla af almennum lagfæringum og viðgerðum
• Snyrtimennska
• Skipulagshæfileikar
• Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.

Nánari upplýsingar um starfið:
Nánari upplýsingar veitir Aðalheiður Rafnsdóttir, fjármálastjóri í síma 585-1226, netfang: heida@leikhusid.is

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Sækja skal um starfið með því að fylla út almenna starfsumsókn ( sækja skjal hér ) eða senda umsókn á netfangið leikhusid@leikhusid.is 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.