Laus störf hjá Þjóðleikhúsinu

Langar þig að vinna í Þjóðleikhúsinu? Fastráðið starfsfólk leikhússins er um 80 manns, en einnig starfa um 130 lausráðnir starfsmenn við leikhúsið á ári hverju. Eru þá ótaldir starfsmenn gesta- og samstarfsverkefna. Hér finnu þú upplýsingar um laus störf hverju sinni.

 

Laust er til umsóknar starf hljóðmanns við Þjóðleikhúsið

Óskað er eftir kraftmiklum einstaklingi með áhuga á starfsemi leikhúsa sem hefur metnað til að láta til sín taka, bæta þekkingu sína í starfi og axla ábyrgð.

 

 • Starfið krefst þekkingar og/eða reynslu af:
 • Hljóðhönnun og hvernig hljóð getur bætt upplifun í leikhúsi
 • Hljóði í rými (Acoustics) og grunn rafmagnsfræði sem tengist hljóði
 • Uppsetningu heildarhljóðkerfa sem hæfa tilefni
 • Tónlistarsögu, og ólíkum tónlistarstefnum
 • Hljóðritunum fyrir leikhús eða sambærilega miðla
 • Hljóðblöndun á lifandi tónlist og öðru efni
 • Tölvutækni við hljóðhönnun


Menntunar- og hæfniskröfur:

 

 

 • Minnst þriggja ára menntun í faginu eða minnst 5 ára reynsla af hljóðstjórn, hljóðritunum og almennum hljóðstörfum í atvinnuumhverfi.
 • Tölvukunnátta: Excel, Word, Pro Tools, Qlab, skilningur á netkerfum og grunnþekking á einföldum myndvinnsluforritum.
 • Þekking á raflögnum og lagnakerfum.
 • Hugmyndaauðgi og áræðni ásamt hæfni í mannlegum samskiptum.

 


Frekari upplýsingar um starfið:

Um er að ræða 100% starf. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Umsóknir skulu berast skriflega til skrifstofu Þjóðleikhússins, Lindargötu 7, 101 Reykjavík. Umsóknum og fylgigögnum má einnig skila á netfangið leikhusid@leikhusid.is, að því tilskyldu að skrifleg umsókn berist samhliða.

Umsóknareyðublað má nálgast hér !

Umsóknarfrestur er til og með 11. september 2017. Fólk af báðum kynjum er hvatt til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristinn Gauti Einarsson, hljóðmeistari í s. 5851230. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið kristinn@leikhusid.is.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.