Menu
logo

Aðgengi fyrir fatlaða og heyrnarskerta

Aðgengi fyrir hreyfihamlaða

Aðgengi er að Stóra sviðinu, Kassanum og Kúlunni fyrir hreyfihamlaða. Ýmist eru lyftur eða rampar við innganga. Þyngdarmörk fyrir lyftur eru 230 kg (samanlögð þyngd hjólastóls og einstaklings). Við komu í leikhúsið er gott að láta miðasölu vita og starfsmaður frá Þjóðleikhúsinu tekur á móti gesti í hjólastól og aðstoðar við notkun lyftu.

Vinsamlegast takið fram við miðasölu ef leikhúsgestur notar hjólastól, þar sem fjöldi stæða í sal er takmarkaður. Gestir í hjólastól greiða ekki fyrir stæði í sal.

Sérstök bílastæði ætluð fötluðum eru við Hverfisgötu 19, austan megin við hlið aðalinngangs leikhússins. Stæðin eru tvö. Einnig er sérmerkt stæði við Lindargötu 7 þar sem Kassinn og Kúlan eru.
 

Heyrnarskertir

Í stóra sal leikhússins er tónmöskvi fyrir heyrnarskerta. Nauðsynlegt er að taka fram þegar að miðar eru keyptir að viðkomandi hyggist nýta sér þessa tækni. Starfsfólk miðasölu veitir leiðsögn um æskileg sæti.

Heyrnartæki

Hægt er að stilla heyrnartæki inn á tíðni leikhússins hjá þeim sem eru með slík heyrnartæki. Við komu fá gestir ól sem hengd er um hálsinn og kveikja þarf á tæki á ólinni með takka í miðjunni. Þá kviknar ljós sem logar smá stund, það slokknar eftir stutta stund en það þýðir þó ekki að tækið slökkvi á sér. Hægt er að hækka og lækka í tækjunum eftir þörfum.

Einnig er hægt að fá venjuleg heyrnartól að láni fyrir þá sem eru ekki með heyrnatæki en heyra illa. Þá eru heyrnatólin sett í samband við tæki sem hangir í ól um hálsinn. Í tækinu er hægt að hækka og lækka.

Við biðjum gesti góðfúslega að skila tækjum að sýningu lokinni.