Leikárið 2017-2018

Svartalogn

 • Eftir : Byggt á skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur, leikgerð: Melkorka Tekla Ólafsdóttir
 • Leikstjórn : Hilmir Snær Guðnason

Heillandi verk um höfnun og hindranir, baráttuna við niðurrifsöflin í mannssálinni - og óvæntu möguleikana í lífinu.

 • Verð 5500
 • Frumsýning 21.4.2018
 • Svið Stóra sviðið

 

Flóra Garðarsdóttir lifði áður fremur hversdagslegu lífi, starfaði á skrifstofu í Reykjavík, átti eiginmann og fallegt heimili, las bækur, ól upp börnin sín og sinnti svo ömmuhlutverkinu. Nú, þegar hún er komin vel yfir miðjan aldur, er hún óvænt fráskilin og atvinnulaus, komin ein í lítið sjávarþorp á Vestfjörðum þar sem hún hefur tekið að sér að mála gamalt hús að innan. Flóru finnst hún hafa glatað fótfestunni í lífinu og heimurinn hafa hafnað sér.

 

Á þessum framandi stað kemst Flóra í kynni við ástríðufulla tónskáldið Petru, sem hefur fengið sinn skerf af mótlæti í lífinu, gömlu kvenréttindakonuna Guðrúnu og tvær ungar konur frá Austur-Evrópu, sem hvor um sig hafa orðið fyrir þungum áföllum. Smám saman er eins og Flóra byrji að kynnast sjálfri sér upp á nýtt. Getur verið að henni sé ætlað mikilvægt hlutverk?

Leiksýningin Svartalogn er byggð á samnefndri skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur, en í henni fjallar höfundur af næmi og innsæi um hlutskipti kvenna sem samfélagið metur lítils. Bókin kom út árið 2016 og öðlaðist miklar vinsældir.

Tónlist gegnir mikilvægu hlutverki í sýningunni, en hana semur tékkneski óskarsverðlaunahafinn Markéta Irglová, sem er búsett hér á landi.

Frumsýning á Stóra sviðinu 21. apríl

Aðstandendur

 • Leikarar Elva Ósk Ólafsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Snæfríður Ingvarsdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Pálmi Gestsson, Baldur Trausti Hreinsson, Birgitta Birgisdóttir og Snorri Engilbertsson
 • Leikgerð Melkorka Tekla Ólafsdóttir
 • Leikstjórn Hilmir Snær Guðnason
 • Tónlist Markéta Irglová
 • Hljóðmynd Elvar Geir Sævarsson
 • Búningar María Th. Ólafsdóttir
 • Lýsing Halldór Örn Óskarsson
 • Höfundar Kristín Marja Baldursdóttir
 • Sýningastjórn María Dís Cilia, Elín Smáradóttir
 • Búningadeild Berglind Einarsdóttir (deildarstjóri), Ásdís Guðný Guðmundsdóttir (yfirumsjón sýningar), Hjördís Sigurbjörnsdóttir, Leila Arge, Ingveldur E. Breiðfjörð (búningaumsjón)
 • Leikmunadeild Högni Sigurþórsson

Næstu sýningar

 • Engin sýning framundan