Leikárið 2017-2018

Slá í gegn

Glænýr og stórskemmtilegur íslenskur söngleikur sem er byggður á ástsælustu lögum Stuðmanna

 • Frumsýning 24.2.2018
 • Svið Stóra sviðið

Félagsheimilið Bjarmaland er staðsett úti í sveit, á Íslandinu góða. Nú á leikfélagið á staðnum 100 ára afmæli og þá er nauðsynlegt að setja upp veglega afmælissýningu. Einhverjum dettur í hug að sýna söngleikinn Með allt á hreinu, með hinum glæsilegu söngkröftum félagsins. Formaður leikfélagsins hefur aldrei heyrt aðra eins dellu; hann vill hámenningarlega dagskrá með hápunktum úr sögu leikfélagsins; Fjalla-Eyvindur, Galdra-Loftur, Ævintýri á gönguför…! Af stað fer bráðfyndin atburðarás, þar sem kostulegum persónum lendir saman, gömlum leyndarmálum er þyrlað upp í loft og ástin blómstrar óvænt þar sem síst skyldi!

Þessi bráðfjörugi söngleikur er óður til tónlistar Stuðmanna, sem hafa tryllt þjóðina í meira en fjóra áratugi. 35 ár eru liðin frá því að hin geysivinsæla kvikmynd Stuðmanna Með allt á hreinu var frumsýnd, og er ekki kominn tími til að taka æði á Stóra sviði Þjóðleikhússins, langa í franskar, sósu og salat og vilja slá í gegn og verða ofboðslega frægur?

Mun þakið rifna af leikhúsinu? Verða skyggnilýsingar á Stóra sviðinu? Hvar í ósköpunum er Dúddi?!

Ástsælar lagaperlur Stuðmanna + gleði og fjör á Stóra sviðinu = SÖNN ÁST!

Frumsýning á Stóra sviðinu 24. febrúar

 

Aðstandendur

 • Leikarar Selma Björnsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Örn Árnason, Sigurður Sigurjónsson, Eggert Þorleifsson, Snæfríður Ingvarsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Hallgrímur Ólafsson, Birgitta Birgisdóttir, Oddur Júlíusson, Lára Jóhanna Jónsdóttir og fleiri
 • Leikstjórn Guðjón Davíð Karlsson
 • Tónlist Stuðmenn
 • Hljóðmynd Kristinn Gauti Einarsson og Kristján Sigmundur Einarsson
 • Leikmynd Finnur Arnar Arnarson
 • Búningar María Th. Ólafsdóttir
 • Lýsing Magnús Arnar Sigurðsson
 • Höfundar Guðjón Davíð Karlsson
 • Sýningastjórn María Dís Cilia
 • Búningadeild Berglind Einarsdóttir (deildarstjóri og yfirumsjón sýningar), Ásdís Guðný Guðmundsdóttir, Hjördís Sigurbjörnsdóttir, Leila Arge, Ingveldur E. Breiðfjörð (búningaumsjón)

Næstu sýningar

 • Engin sýning framundan