Allt leikárið

Sjitt, ég er sextugur

Örn Árnason sýnir allar sínar skástu hliðar... í smá stund

  • Frumsýning 6.3.2020
  • Svið Þjóðleikhúskjallarinn

Örn Árnason fagnaði sextugsafmæli sínu fyrr á árinu. Af því tilefni efnir hann til stórveislu í Þjóðleikhúskjallaranum.  

Örn þarf vart að kynna fyrir íslensku þjóðinni. Hann hefur létt okkar lund í hartnær fjóra áratugi með leik sínum á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hann átti góðu gengi að fagna með Spaugstofunni og skapaði þar fjölda ógleymanlegra karaktera sem hafa lifað með þjóðinni. Örn hefur í auknum mæli lagt stund á sönglistina og hefur ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur á þeim vettvangi. Bogi róni, Afi og, hver veit, Davíð Oddsson kíkja kannski í heimsókn.

Aðstandendur

  • Leikarar Örn Árnason

Næstu sýningar

  • Engin sýning framundan