Allt leikárið

Shakespeare verður ástfanginn

  • Eftir Marc Norman og Tom Stoppard, aðlagað að leiksviði af Lee Hall
  • Leikstjórn Selma Björnsdóttir

Hrífandi og skemmtileg stórsýning fyrir áhorfendur á öllum aldri

  • Frumsýning 4.10.2019
  • Svið Stóra sviðið

Eldfjörugur, rómantískur gamanleikur þar sem spunnið er frjálslega út frá ævi leikskáldsins Williams Shakespeares. Leikritið, sem er byggt á Óskarsverðlaunamyndinni Shakespeare in Love, var frumsýnt á West End í London árið 2014, fékk afar góðar viðtökur og hefur verið sýnt víða við miklar vinsældir.

Unga skáldið Will Shakespeare óttast að hann hafi glatað skáldgáfunni. Aðalsmeyna Víólu de Lesseps dreymir um að verða leikari, á tímum þar sem samfélagið leyfir einungis karlmönnum að stíga á svið. Shakespeare heillast af þessari skarpgreindu, ákveðnu og listhneigðu ungu konu, og ástin fyllir hann andagift á ný. En elskendurnir lifa á viðsjálum tímum þar sem stéttaskipting er mikil, valdabaráttan harðvítug og stutt er í að sverðin fari á loft.

Leikritið er í senn óður til töframáttar skáldskaparins og leiklistarinnar, og hefur verið kallað "ástarbréf til leikhússins". Fjölmargir leikarar og tónlistarmenn sameina krafta sína við að skapa sannkallaða stórsýningu þar sem horfið er aftur til Elísabetartímans í umgjörð og búningum.

Bráðfyndið og fjörugt verk um eldheitar ástir, baráttuna fyrir því að fylgja köllun sinni í hörðum heimi listarinnar og snilligáfuna sjálfa.


Sviðsetning Þjóðleikhússins

Shakespeare verður ástfanginn

leikverk byggt á kvikmyndahandriti eftir

Marc Norman og Tom Stoppard

aðlagað að leiksviði af

Lee Hall

Fyrst sett á svið á West End af Disney Theatrical Productions & Sonia Friedman Productions, í leikstjórn Declan Donnellan, leikmynd eftir Nick Ormerod

Aðstandendur

  • Leikarar Aron Már Ólafsson (Will), Lára Jóhanna Jónsdóttir (Víóla), Guðjón Davíð Karlsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Jóhann G. Jóhannsson, Edda Björgvinsdóttir, Örn Árnason, Sigurður Sigurjónsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Stefán Hallur Stefánsson, Björn Ingi Hilmarsson, Hákon Jóhannesson, Atli Rafn Sigurðarson, Þórey Birgisdóttir, Eygló Hilmarsdóttir, Hilmir Jensson, Bjarni Snæbjörnsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Davíð Þór Katrínarson og Ágúst Örn B. Wigum

Næstu sýningar

  • Engin sýning framundan