Allt leikárið

Samþykki

 • Eftir Nina Raine
 • Leikstjórn Kristín Jóhannesdóttir

Spennuþrungið nýtt leikrit um völundarhús sannleikans, fullt af nístandi húmor

 • Verð 6200
 • Frumsýning 26.10.2018
 • Svið Stóra sviðið

Kraftmikið. Eitt skemmtilegasta og snjallasta leikrit Ninu Raine.

INDEPENDENT

Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu á liðnu leikári, og hefur nú verið flutt yfir á West End.

Hvers vegna er réttlætisgyðjan yfirleitt sýnd með bundið fyrir augun? Er hún óhlutdræg? Eða getur hún verið blind á tilteknar staðreyndir?

Í vinahópi nokkurra lögfræðinga eru skiptar skoðanir á umdeildu dómsmáli. Lykilvitnið er kona sem tilheyrir heimi sem virðist í órafjarlægð frá lífi vinanna. En brátt er mál þessarar ókunnugu konu farið að hafa ófyrirsjánlegar afleiðingar á samskipti þeirra og ástarsambönd.

Hvernig getum við fengið fullvissu um hvað er satt og hvað logið? Hver er munurinn á hefndarþorsta og leit að réttlæti? Eru allir jafnir fyrir lögunum?

Aðstandendur

 • Leikarar Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Birgitta Birgisdóttir, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Snorri Engilbertsson, Stefán Hallur Stefánsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir
 • Höfundur Nina Raine
 • Leikstjórn Kristín Jóhannesdóttir
 • Leikmynd Stígur Steinþórsson
 • Búningar Þórunn María Jónsdóttir
 • Lýsing Halldór Örn Óskarsson
 • Þýðing Þórarinn Eldjárn
 • Sýningastjórn Kristín Hauksdóttir
 • Sýningarréttur Nordiska Aps - Copenhagen

Næstu sýningar

 • Engin sýning framundan