Leikárið 2017-2018

Risaeðlurnar

 • Eftir Ragnar Bragason
 • Leikstjórn Ragnar Bragason

Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi

 • Verð 5.500
 • Lengd 2 klst. og 15 mín
 • Frumsýning 20.10.2017
 • Svið Stóra sviðið

Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi.

Stjörnuleikur hjá Eddu og Pálma ... einstaklega fyndið verk

DV, BL

Listakona og sambýlismaður hennar þiggja hádegisverðarboð íslensku sendiherrahjónanna í Washington. Útverðir lands og þjóðar bjóða upp á þríréttað úr íslensku hráefni, borið fram af ungri, kínverskri húshjálp. Smám saman kemur í ljós að undir glæsilegu yfirborðinu leynast óþægileg leyndarmál. Í gestahúsi við sendiráðsbústaðinn er sonur hjónanna falinn eins og fjölskylduskömm. Þegar hann gerir sig heimakominn í boðinu fara beinagrindurnar að hrynja úr skápnum ein af annarri. 

Risaeðlurnar, lokahluti leikhúsþríleiks Ragnars Bragasonar um afkima íslensks samfélags, er nístandi gamanleikur þar sem fortíð, nútíð og framtíð þjóðar mætast.

Fyrri leiksýningar höfundar, Gullregn og Óskasteinar, slógu í gegn á sínum tíma og hlutu báðar fjölda tilnefninga til Grímunnar og Grímuverðlaun.

Persónur og leikendur

Frú Ágústa: Edda Björgvinsdóttir

Elliði: Pálmi Gestsson

Sveinn Elliði: Guðjón Davíð Karlsson

Bríet Ísold: Birgitta Birgisdóttir

Albert: Hallgrímur Ólafsson

Li Na: María Thelma Smáradóttir

Lady: Frímann

Viðtal við Ragnar Bragason leikstjóra

https://www.youtube.com/watch?v=Rty9CGdGKJc

 

Viðtal við Eddu Björgvinsdóttur

 

https://www.youtube.com/watch?v=N5CM6N7x3zg

Viðtal við Mugison

https://www.youtube.com/watch?v=sPhrqc2DrbI

Viðtal við Maríu Thelmu Smáradóttur

https://www.youtube.com/watch?v=I61UxePMsa0

Viðtal við Pálma Gestsson

https://www.youtube.com/watch?v=GTLy82pcH2Q

Aðstandendur

 • Leikarar Edda Björgvinsdóttir, Pálmi Gestsson, Guðjón Davíð Karlsson, Birgitta Birgisdóttir, Hallgrímur Ólafsson, María Thelma Smáradóttir
 • Leikstjórn Ragnar Bragason
 • Tónlist Mugison
 • Hljóðmynd Kristján Sigmundur Einarsson
 • Leikmynd Halfdan Pedersen
 • Búningar Filippía I. Elísdóttir
 • Lýsing Jóhann Friðrik Ágústsson
 • Höfundar Ragnar Bragason
 • Starfsnemi Hildur Selma Sigbertsdóttir
 • Sýningastjórn Elín Smáradóttir
 • Leikgervadeild Ingibjörg G. Huldarsdóttir og Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir
 • Búningadeild Berglind Einarsdóttir (deildarstjóri og yfirumsjón sýningar), Ásdís Guðný Guðmundsdóttir, Hjördís Sigurbjörnsdóttir, Leila Arge, Ingveldur E. Breiðfjörð (búningaumsjón)
 • Leikmunadeild Ásta S. Jónsdóttir
 • Ljósastjórn Hermann Karl Björnsson, Jóhann Friðrik Ágústsson
 • Stóra sviðið, yfirumsjón Reynir Þorsteinsson
 • Sviðsdeild Reynir Þorsteinsson, Jón Stefán Sigurðsson, Eglé Sipaviciute, Hanna Kristín Birgisdóttir
 • Leikmyndarsmíði Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins
 • Málun leikmyndar Viðar Jónsson
 • Smiður Michael John Bown
 • Framleiðslustjóri Hákon Örn Hákonarson
 • Hvíslari Tryggvi Freyr Torfason
 • Sérstakar þakkir Guðrún Hildur Rosenkjær hjá Annríki
 • Ljósmyndir Hörður Sveinsson
 • Viðtöl Melkorka Tekla Ólafsdóttir, Atli Þór Albertsson, Gunnar Örn (Falcor)

Næstu sýningar