Allt leikárið

Mið-Ísland - á tæpasta vaði

45 þúsund áhorfendur hafa hlegið sig máttlausa. Nú er komið að þér.

  • Frumsýning 12.1.2018
  • Svið Þjóðleikhúskjallarinn

Mið-Ísland snýr aftur í Þjóðleikhúskjallarann með glænýtt uppistand í janúar. Hafa sýningar hópsins fram að þessu verið um 350 talsins og samtals hafa þeir Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð selt tæplega 65 þúsund miða á uppistand sitt.

Í uppistandi Mið-Íslands fer saman mikil reynsla af uppistandi og næmi fyrir því sem efst er á baugi. Ekkert uppistand á Íslandi hefur náð viðlíka vinsældum og er það ekki síst vegna þess að sýningar hópsins eru síbreytilegar og spegla tíðarandann.  Sýningarröðin sem hefst í janúar mun eingöngu innihalda splunkunýtt efni.

Það hefur verið sannkallaður heiður fyrir Mið-Ísland að fylgja íslensku þjóðinni í gegnum þau hundrað taugaáföll sem átt hafa sér stað síðustu árin og það ríkir mikil tilhlökkun í hópnum að fá að gera það áfram. Vart er hægt að hugsa sér betri stað en kjallara Þjóðleikhússins fyrir þjóð til að hlæja að sorgum sínum, í öruggu umhverfi með góðum vinum.

Næstu sýningar

  • Engin sýning framundan