Allt leikárið

Meistarinn og Margaríta

 • Eftir Mikhaíl Búlgakov. Leikgerð: Niklas Rädström
 • Leikstjórn Hilmar Jónsson

Hnyttin háðsádeila, gædd myrkum töfrum

 • Frumsýning 26.12.2019
 • Svið Stóra sviðið

Hnyttin háðsádeila, gædd myrkum töfrum

Skáldsagan Meistarinn og Margaríta er af mörgum talin eitt magnaðasta skáldverk 20. aldarinnar. Þessi hnyttna og beitta háðsádeila um eilífa baráttu góðs og ills er vinsælt verkefni leikhúsa víða um heim, og birtist hér í nýrri leikgerð sem var frumflutt á Dramaten í Svíþjóð árið 2014.

Satan sjálfur heimsækir Moskvu í líki galdramannsins Wolands og ásamt skrautlegu fylgdarliði sínu tekur hann til við að afhjúpa spillingu og græðgi, og fletta ofan af svikahröppum, loddurum, aurasálum og hrokagikkjum. Jafnframt því að fylgjast með bellibrögðum Wolands kynnast áhorfendur Meistaranum, rithöfundi sem hefur verið lokaður inni á geðspítala af yfirvöldum, og ástkonu hans Margarítu, og inn í fjölskrúðugan sagnaheim verksins blandast óvænt frásögn af Pontíusi Pílatusi og síðustu stundum Jesú frá Nasaret.

Þetta sígilda skáldverk talar til okkar með nýjum og ferskum hætti í heillandi sýningu, þar sem allt getur gerst og undramáttur ímyndunaraflsins ræður ríkjum.

Boðið verður upp á 20 mín. umræður með þátttöku listamanna eftir 6. sýningu á verkinu.

Næstu sýningar

Leikarar

Listrænir stjórnendur

 • Höfundur skáldsögu
  Mikhaíl Búlgakof
 • Leikgerð
  Niklas Rådström
 • Leikstjórn og þýðing
  Hilmar Jónsson
 • Leikmynd
  Sigríður Sunna Reynisdóttir
 • Búningar
  Eva Signý Berger
 • Lýsing
  Halldór Örn Óskarsson
 • Leikgervi
  Tinna Ingimarsdóttir
 • Aðstoðarleikstjóri
  Eygló Hilmarsdóttir
 • Aðstoðarmaður leikstjóra (starfsnemi af sviðshöfundabraut LHÍ)
  Brynhildur Karlsdóttir
 • Leikgervadeild

  Ingibjörg G. Huldarsdóttir deildarstjóri, Valdís Karen Smáradóttir, Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir, Tinna Ingimarsdóttir

 • Búningadeild
  Berglind Einarsdóttir deildarstjóri (yfirumsjón sýningar), Ásdís Guðný Guðmundsdóttir, Leila Arge, Hjördís Sigurbjörnsdóttir, Helga Ægisdóttir, Sigurbjörg Stefánsdóttir, Ingveldur Elsa Breiðfjörð, Brynhildur Þórðardóttir
 • Titill á frummáli
  Мастер и Маргарита (skáldsaga), Mästaren och Margarita (leikgerð)
 • Sýningarréttur
  Draken Teaterförlag, Stockholm