Allt leikárið

Loddarinn

 • Eftir Molière
 • Leikstjórn Stefan Metz

Hárbeitt verk eftir meistara gamanleikjanna

 • Verð 6200
 • Frumsýning 27.4.2019
 • Svið Stóra sviðið
Franska leikskáldið Molière er sannkallaður meistari gamanleikjanna og leikrit hans um loddarann Tartuffe er eitt hans allra vinsælasta verk. 

Hræsnaranum Tartuffe hefur tekist að ávinna sér traust og aðdáun heimilisföðurins Orgons og vefja honum um fingur sér, fjölskyldu hans til óbærilegrar hrellingar. Smám saman er Tartuffe farinn að stjórna lífi heimilisfólksins. Þegar Orgon fær þá flugu í höfuðið að gifta dóttur sína Tartuffe eru góð ráð dýr. 

Leikstjóri sýningarinnar, Stefan Metz, er íslenskum leikhúsunnendum að góðu kunnur fyrir sýningar á borð við Eldraunina og Horft frá brúnni. 

Hallgrímur Helgason þýðir verkið, sem er á leikandi ljóðmáli. 

Boðið verður upp á umræður eftir 6. sýningu. Umræðurnar taka um 20 mínútur.

Aðstandendur

 • Leikarar Hilmir Snær Guðnason, Guðjón Davíð Karlsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Oddur Júlíusson, Baldur Trausti Hreinsson, Dóra Jóhannsdóttir
 • Höfundur Molière
 • Leikstjórn Stefan Metz
 • Leikmynd Sean Mackaoui
 • Lýsing Ólafur Ágúst Stefánsson
 • Þýðing Hallgrímur Helgason
 • Sýningastjórn María Dís Cilia
 • Aðstoðarleikstjórn Hallveig Kristín Eiríksdóttir
 • Leikgervadeild Förðun og hárkollugerð: Ingibjörg G. Huldarsdóttir (yfirumsjón), Silfá Auðunsdóttir , Valdís Karen Smáradóttir. Hárgreiðsla: Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir (yfirumsjón), Guðrún Erla Sigurbjarnadóttir
 • Búningadeild Ásdís Guðný Guðmundsdóttir (yfirumsjón)
 • Leikmunadeild Högni Sigurþórsson

Næstu sýningar