Leikskrár

Leikskrá - ÖR eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur

Leikarar

Listrænir stjórnendur

 • Höfundur
  Auður Ava Ólafsdóttir
 • Tónlist
  Damien Rice
 • Leikstjóri
  Ólafur Egill Egilsson
 • Leikmynd og búningar
  Sigríður Sunna Reynisdóttir
 • Lýsing
  Jóhann Bjarni Pálmason
 • Myndband
  Elmar Þórarinsson
 • Hljóðmynd

  Aron Þór Arnarsson 

 • Leikgervi
  Valdís Karen Smáradóttir
 • Aðstoðarleikstjóri
  Andrea Elín Vilhjálmsdóttir
 • Sýningarstjóri
  Guðmundur Erlingsson
 • Hvíslari
  Aníta Ísey Jónsdóttir
 • Búningadeild
  Ásdís Guðný Guðmundsdóttir (yfirumsjón)
 • Leikgervadeild

  Ingibjörg G. Huldarsdóttir deildarstjóri, Valdís Karen Smáradóttir, Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir, Tinna Ingimarsdóttir

 • Leikmunadeild

  Ásta Sigríður Jónsdóttir (yfirumsjón)

 • Ljósmyndir úr sýningu
  Grímur Bjarnason
 • Raddir í útvarpi
  Morgunleikfimi: Halldóra Björnsdóttir. Útvarpsþulur: Sigvaldi Júlíusson. Þakkir til RÚV.
 • Um tónlistina
  Frumsamin tónlist í sýningunni er eftir Damien Rice, en leikin eru brot úr lögum annarra: Leonard Cohen: First we take Manhattan, Talking Heads: New Feeling, Þursaflokkurinn: Vill einhver elska 49 ára gamlan mann, Boney M: One way ticket, America, Horse with no name, Leonard Cohen: Suzanne
 • Þakkir til Jelenu Bjeletic
  Við vinnslu uppsetningarinnar naut leikhópurinn ráðgjafar Jelenu Bjeletic. Eftirfarandi texti byggir á reynslu hennar: "Ég var að koma úr hádegismat þegar hermennirnir komu hlaupandi yfir götuna. Ég skildi ekki hvers vegna það voru svona mikil læti. Þetta var svo fljótt að gerast. Við fórum í kjallarann undir safninu og allt í einu hélt ég á grátandi hermanni. Þetta var bara strákur og hann kallaði á mömmu sína. Ég sat með hann í fanginu og vissi ekki hvað ég ætti að segja við hann svo ég sagði: Það verður allt í lagi. Það er það sem maður segir. Það verður allt í lagi.”


Frá höfundi

Hugmyndin að skáldsögunni Ör sem kom út haustið 2016 kviknaði við ritun uppkasts að leikriti sem bar vinnutitilinn Maðurinn er eina dýrið sem grætur og var hugsað fyrir fimm persónur. Efni bæði leikrits og skáldsögu er hið sama: þjáning mannsins og upprisa. Um það hversu erfitt getur verið að vera manneskja en líka um það hversu stórkostlegt ævintýri það er að fá að vera til. Þegar hugmyndin að skáldsögunni tók yfir, var uppkastinu að leikritinu stungið undir stól. Þar til síðasta vetur að það var dregið fram og endurskrifað. Útkoman er leikritið Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur). Lykilpersónur eru þær sömu og í skáldsögunni, auk þess sem hluti samtala í bókinni er ættaður úr uppkasti að leikriti. Það kann því að vera að einhverjir áhorfendur sem lesið hafi skáldsöguna kannist við sig í Kjósinni. Skáldsaga og leikrit eru þó sitt hvort listformið og útkoman því í grundvallaratriðum ólík. Fyrir utan hið augljósa að í skáldsögunni er höfundurinn einn að verki en í leikriti eru meðhöfundar margir: leikstjóri, leikarar, leikmynd, hljóðmynd, heilt leikhús. Á meðan skáldsaga er upptekin af réttum hlutföllum stórra og smárra atburða, snýst texti leikrits líkt og ljóðið um undirtexta. Það má orða það svo að fólki tali um það sem það talar ekki um! Stóru stríðin fara ekki fram á vígvellinum heldur í sálarlífi persóna. Í leikritinu er m.a. varpað fram þeirri spurningu hvort maðurinn sé eina dýrið sem grætur eða eina dýrið sem hlær. Svar verksins gæti verið á þá leið að maðurinn sé eina dýrið sem gerir hvort tveggja; þ.e. hann bæði grætur og hlær.

Brot úr handriti

 

Brot úr handriti (I)       

STELLA

Sagðistu vera að fara í ferðalag?

JÓNAS

Já...

STELLA

Ertu að fara í þína lengstu ferð?

JÓNAS

Já.

STELLA

Ætlarðu að fara á undan mér?

JÓNAS

Já, mamma.

STELLA

Hver er Heidegger?

JÓNAS

Þýskur heimspekingur. Af hverju spyrðu?

STELLA

Af því að hann hringdi í morgun og spurði eftir þér. Ég sagði honum að það væri skakkt númer.

Brot úr handriti (II)

SVANUR

Er í lagi að ég bíði hjá þér þangað til Áróra kemur heim? Hún er á ralli með vinkonunum... Ég læsti mig úti.

JÓNAS

Ég er eiginlega dálítið upptekinn...

SVANUR

Áttu kaffi?

JÓNAS

Klukkan þrjú um nótt?

SVANUR

Ég er alveg búinn að snúa sólarhringnum við. Vaki á nóttunni og sef fram eftir. Þegar fólk fer í vinnuna og með börn í leikskóla, þá er ég að fara að sofa... Ég hef verið að velta fyrir mér hvort ég ætti kannski að fara að keyra leigubíl á nóttunni...

(hik)

Annars baka ég stundum... Betty Crocker. Maður setur bara egg og vatn í skál og hrærir saman við það sem er í pakkanum. Konur vilja frekar að maður eldi. Það er ekki nóg að kunna að baka.

(hik)

Mér finnst ég samt aðeins nær því að skilja konur.

Svanur stendur við glugga eða vegg.

SVANUR

Er þetta ekki fallegt? Himinninn? Maðurinn er svo smár. Undir himninum... Svo þegar maður hugsar um það, þá sá ég þennan sama himin í fyrra. Og hittifyrra. Með þremur appelsínugulum röndum.

JÓNAS

Já.

SVANUR

Mér finnst birtan á vorin svo erfið... þegar allt byrjar upp á nýtt... farfuglarnir koma... og endurnar liggja á eggjum... það finnst öllum svo gaman að vera til...

(hik)

Á okkar breiddargráðu drepa flestir sig á vorin.

Söngtexti Damien Rice

Damien Rice semur lag fyrir leiksýninguna Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur), og hefur lagið hlotið heitið Able.

Texti-1Texti-2


ViðtölÓlafur Egill og Auður Ava

https://youtu.be/klfEY2aIRZw


Baldur Trausti og Pálmi Gestson

https://youtu.be/CvZOJrLGAqI