Leikárið 2017-2018

Faðirinn

 • Eftir Florian Zeller
 • Leikstjórn Kristín Jóhannesdóttir

Nýr, harmrænn verðlaunafarsi eftir Florian Zeller, sem hefur farið sigurför um heiminn

 • Frumsýning 12.10.2017

André er tekinn að eldast. Á árum áður starfaði hann sem verkfræðingur. Eða var hann kannski steppdansari? Bláókunnugt fólk birtist á heimili hans og segist vera dóttir hans og maður hennar. Hver dirfist að halda því fram að hann geti ekki séð um sig sjálfur? Er verið að spila með hann? Getur verið að hann sé farinn að tapa áttum? Er heilinn farinn að gefa sig? Eða er heimurinn sjálfur genginn af göflunum?

Óvenjulegt og áhrifamikið verk um viðkvæmt málefni, fullt af sársauka og húmor.

Höfundur leikritsins, Florian Zeller, er ein skærasta stjarnan í frönsku leikhúslífi um þessar mundir, en frá árinu 2004 hefur hann sent frá sér fjölda verka sem hafa unnið til verðlauna og verið sett upp víða um heim. Faðirinn er frægasta verk Zellers en það hlaut Molière-verðlaunin og var tilnefnt til Olivier-verðlaunanna og Tony-verðlaunanna.

Frumsýning í Kassanum 7. október

 

Aðstandendur

 • Leikarar Edda Arnljótsdóttir, Eggert Þorleifsson, Harpa Arnardóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Þröstur Leó Gunnarsson.
 • Leikstjórn Kristín Jóhannesdóttir
 • Höfundur Florian Zeller
 • Tónlist Borgar Magnason
 • Hljóðmynd Elvar Geir Sævarsson og Borgar Magnason
 • Leikmynd Stígur Steinþórsson
 • Búningar Þórunn María Jónsdóttir
 • Lýsing Halldór Örn Óskarsson
 • Þýðing Kristján Þórður Hrafnsson
 • Starfsnemi Gígja Sara H. Björnsson
 • Leikgervadeild Guðrún Erla Sigurbjarnadóttir og Valdís Karen Smáradóttir
 • Búningadeild Berglind Einarsdóttir (deildarstjóri), Ásdís Guðný Guðmundsdóttir, Hjördís Sigurbjörnsdóttir, Leila Arge (yfirumsjón sýningar), Ingveldur E. Breiðfjörð (búningaumsjón)

Næstu sýningar