Leikárið 2017-2018

Eniga meniga

Afmælistónleikar Ólafs Hauks. Eitthvað fyrir alla, konur og kalla, krakka með hár og kalla með skalla

  • Frumsýning 28.10.2017

Fjölskyldutónleikar í Þjóðleikhúsinu í tilefni af stórafmæli leikskáldsins og lagahöfundarins Ólafs Hauks Símonarsonar. Leikarar, söngvarar, hljóðfærasnillingar, ljós- og hljóðgaldramenn bjóða til veislu fyrir augu og og eyru. Hin sígildu lög Ólafs Hauks flutt í nýjum búningi. Eitthvað fyrir alla fjölskyldumeðlimi en einkum þó ungu kynslóðina. Veislustjórar verða þeir Halli og Gói í fötum af vinum sínum, Hatti & Fatti.

Eitthvað fyrir alla, konur og kalla, krakka með hár og kalla með skalla.


Aðstandendur

  • Leikarar Guðjón Davíð Karlsson, Hallgrímur Ólafsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Snæfríður Ingvarsdóttir, Oddur Júlíusson og Sigurður Þór Óskarsson
  • Umsjón og leikstjórn Þórhallur Sigurðsson
  • Höfundur Ólafur Haukur Símonarson
  • Myndræn útfærsla Jón Egill Bergþórsson
  • Sýningastjórn Kristín Hauksdóttir
  • Búningadeild Berglind Einarsdóttir (deildarstjóri), Ásdís Guðný Guðmundsdóttir (yfirumsjón sýningar), Hjördís Sigurbjörnsdóttir, Leila Arge, Ingveldur E. Breiðfjörð (búningaumsjón)

Næstu sýningar