Allt leikárið

Engillinn

  • Eftir Þorvald Þorsteinsson (Leiksýning byggð á verkum ÞÞ)
  • Leikstjórn og handrit Finnur Arnar Arnarson

Leiksýning byggð á textum og myndlist eftir Þorvald Þorsteinsson

  • Frumsýning 21.12.2019
  • Svið Kassinn

Rithöfundurinn, myndlistarmaðurinn og kennarinn Þorvaldur Þorsteinsson (1960-2013) féll frá langt fyrir aldur fram, en skildi eftir sig fjölda verka sem notið höfðu mikillar hylli, meðal annars örleikrit, leikrit í fullri lengd og handrit fyrir sjónvarp og útvarp. Í leiksýningunni Englinum er arfleifð Þorvaldar heiðruð.

Finnur Arnar Arnarson, myndlistarmaður og leikmyndahöfundur, skapar sýningu upp úr verkum Þorvaldar þar sem saman koma örverk, brot úr lengri verkum og vísanir í myndlist og gjörninga.

Hversdagslega súrrealísk sýning sem kemur á óvart .

Boðið verður upp á 20 mín. umræður með þátttöku listamanna eftir 6. sýningu á verkinu.

Næstu sýningar

Leikarar

Listrænir stjórnendur
Hversdagleikhúsið

Í tengslum við sýninguna Engillinn stendur Þjóðleikhúsið fyrir listgjörningi um allt land. Hversdagsleikhúsið verður að finna á 10 stöðum. Hversdagslegt rými verður leiksvið, fólk að störfum og gestir og gangandi í hversdagslegum erindagjörðum verða leikarar og þeim sem sest í sætið býðst að verða áhorfandi og vonandi sjá hversdagsleikann í öðru ljósi.

Sjá nánar um verkefnið hér .