Leikárið 2017-2018

Efi

Margverðlaunað og spennandi verk um mörkin í mannlegum samskiptum, tortryggni, grunsemdir og nístandi óvissu

 • Verð 5500
 • Frumsýning 12.1.2018
 • Svið Kassinn

 Hvenær lætur fólk tortryggni stjórna sér? Hvenær lokar það augunum fyrir óhugnanlegum sannleika?

Margverðlaunað og spennandi verk um mörkin í mannlegum samskiptum, tortryggni, grunsemdir og nístandi óvissu

Skólastýra í kaþólskum barnaskóla í New York leggur áherslu á aga og strangleika. Öll viðleitni í átt til nútímalegra skólastarfs er henni á móti skapi. Dag einn tjáir hún ungri kennslukonu að sig gruni að prestur í kennarahópnum eigi í óeðlilegum samskiptum við einn af skólapiltunum. Kennarinn neitar öllum ásökunum, en getur hann sannað að hann hafi hreinan skjöld?  

Leikritið Efi sló í gegn þegar það var frumsýnt í New York árið 2004 og hefur verið sett upp við miklar vinsældir víða um heim. Verkið hlaut Pulitzer-verðlaunin, Tony-verðlaunin, Drama Desk-verðlaunin, New York Drama Critic´s Circle-verðlaunin og Obie-verðlaunin sem besta leikrit ársins. Kvikmynd byggð á leikritinu var tilnefnd til fjölda Óskarsverðlauna.

Frumsýning í Kassanum 12. janúar.

Aðstandendur

 • Leikarar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir
 • Leikstjórn Stefán Baldursson
 • Hljóðmynd Elvar Geir Sævarsson
 • Leikmynd Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir
 • Búningar Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir
 • Lýsing Ólafur Ágúst Stefánsson og Jóhann Friðrik Ágústsson
 • Höfundar John Patrick Shanley
 • Tónlist Veigar Margeirsson
 • Þýðing Kristján Þórður Hrafnsson
 • Leikgervadeild Guðrún Erla Sigurbjarnadóttir og Ingibjörg G. Huldarsdóttir
 • Búningadeild Berglind Einarsdóttir (deildarstjóri), Ásdís Guðný Guðmundsdóttir (yfirumsjón sýningar), Hjördís Sigurbjörnsdóttir, Leila Arge, Ingveldur E. Breiðfjörð (búningaumsjón)

Næstu sýningar

 • 14.01 19:30 Kassinn 2.sýning
 • 18.01 19:30 Kassinn 3.sýning
 • 21.01 19:30 Kassinn 4.sýning