Allt leikárið

Brúðkaup Fígarós

Óperuuppfærsla í samstarfi við Íslensku óperuna

  • Frumsýning 7.9.2019

Íslenska óperan setur upp Brúðkaup Fígarós, í samstarfi við Þjóðleikhúsið, á Stóra sviðinu.

Óperan er byggð á gamanleikriti Beaumarchais og er full af fyndnum uppákomum, misskilningi og óvæntum uppljóstrunum. Verkið hefur engu að síður alvarlegan undirtón og felur í sér leiftrandi ádeilu á samskipti yfirstéttar og alþýðu.

Sagan gerist í kastala Almaviva greifa, í nágrenni Sevilla. Hinn kvensami greifi rennir hýru auga til Súsönnu, sem er þjónustustúlka eiginkonu hans. Daginn sem Súsanna á að giftast Fígaró hyggst greifinn nýta sér aldagamlan herrarétt til að sænga hjá henni. Greifafrúin og Súsanna taka höndum saman um að leika á greifann, og klækjabrögð þeirra hafa ýmsar kostulegar afleiðingar.

Ópera um ást, hjónaband, stéttaskiptingu og forréttindi, í nýrri og bráðskemmtilegri farsauppfærslu!

Flytjendur: Andrey Zhilikhovsky (greifinn - sýningar í september) og Oddur A. Jónsson (greifinn - sýningar í október), Eyrún Unnarsdóttir (greifynjan), Þóra Einarsdóttir (Súsanna), Andri Björn Róbertsson (Fígaró), Karin Björg Torbjörnsdóttir (Cherubino), Hanna Dóra Sturludóttir (Marcellina), Davíð Ólafsson (Bartólo), Sveinn Dúa (Basilio), Eyjólfur Eyjólfsson (Don Curzio), Harpa Ósk Björnsdóttir (Barbarina) og Valdimar Hilmarsson (Antonio). Kór og hljómsveit Íslensku óperunnar.

Tónskáld: Wolfgang Amadeus Mozart. Líbrettó: Lorenzo da Ponte. Hljómsveitarstjóri: Bjarni Frímann Bjarnason. Leikstjóri: John Ramster.

Næstu sýningar