Miðakaup

Verð og leiðbeiningar varðandi miðakaup

Miðaverð leikárið 2018/2019

Almennt miðaverð á sýningar Þjóðleikhússins er 6.200 kr.

Frumsýningar: 7.500 kr.
Jólafrumsýning, annan í jólum: 9.900 kr.
Barnasýningar á Stóra sviðinu: 4.500 kr.
Barnasýningar í Kúlunni: 3.900 kr.
Brúðuloftið: 2.900 kr. (miðað við hvern gest)
Forsýningar: 2.500 kr.

Miðaverð á samstarfsverkefni og viðburði í Leikhúskjallara er breytilegt, vinsamlega skoðið viðkomandi viðburð.

Námsmenn, aldraðir og öryrkjar fá 700 kr. afslátt af almennu miðaverði.

Leikhúskort

Leikhúskort, 4 sýningar: 18.900 kr.
Frumsýningarkort, 4 frumsýningar á Stóra sviðinu: 29.000 kr.
Ungmennakort 25 ára og yngri, 4 sýningar að eigin vali: 14.900 kr.

Kortagestir fá að auki 700 kr. afslátt af almennu miðaverði.

Vinsamlega athugið að þegar leikhúskort eru keypt að hausti eru sýningardagar áætlaðir, en þeir geta breyst þegar nær dregur. Kortagestir eru því hvattir til að fylgjast með sýningum á vef leikhússins, leikhusid.is. Þar má finna réttar dagsetningar út frá sýningarnúmeri. 

Kortagestir fá send sms-skilaboð til áminningar um sýningardag tveimur til þremur dögum fyrir sýningu.

Leikhúskort sem keypt er að hausti gildir það leikár, en rennur út í lok leikársins, að vori.


Leiðbeiningar varðandi miðakaup

* Farið yfir miðakaup

Vinsamlega farið vel yfir miðakaupin þegar þau eiga sér stað, dagsetningu, sætanúmer, tímasetningu og leiksvið. Það kemur fyrir að ekki er hægt að leiðrétta miðakaup eftir á.

* Breytingagjald

Breytingagjald er 350 kr. á öllum sýningum. Kortagestir hafa möguleika á að breyta kortasýningu einu sinni án endurgjalds.

* Lokafrestur afpöntunar

Miði telst notaður hafi ekki verið afpantað í síðasta lagi 24 tímum fyrir sýningu.

* Endursala miða er óheimil

Ekki er heimilt að endurselja öðrum miða með fjárhagslegum hagnaði. Ef miði er seldur með fjárhagslegum hagnaði fyrir annan aðila en aðstandanda viðburðar, þá áskilur Þjóðleikhúsið sér rétt til að ógilda miðann.

* Viðburður fellur niður

Ef viðburður fellur niður þá eru eigendum miða boðnir sambærilegir miðar á næstu dagsetningu eða full endurgreiðsla á miða.

* Dagsetningu viðburðar breytt

Ef dagsetningu viðburðar er breytt, þá færast miðarnir sjálfkrafa á nýja dagsetningu. Ef ný dagsetning hentar ekki á kaupandi rétt á endurgreiðslu.

* Endurgreiðsla í síðasta lagi 14 dögum fyrir viðburð

Þegar þú hefur keypt miða hjá Þjóðleikhúsinu, í gegnum vefinn eða síma, hefur þú 14 daga frá miðakaupum til þess að falla frá kaupunum og óska eftir endurgreiðslu á miðanum. Þetta á hins vegar ekki við um beiðnir sem berast þegar minna en 14 dagar eru í viðburð.

* Gjafakort 

Almenn gjafakort Þjóðleikhúsins renna ekki út, en ef miðaverð hefur hækkað milli leikára, eða gjafakort er notað á sýningu með hækkuðu miðaverði, þarf að greiða mismuninn.

Sum gjafakort hafa hinsvegar ákveðinn gildistíma, en þá er það tekið fram á gjafakortunum.

Gjafakort gilda ekki á samstarfsverkefni eða gestaleiki í Leikhúskjallara, svo sem Mið-Ísland, Improv og Bara góðar.

* Glatað gjafakort

Týnt gjafakort er tapað fé, en í einstaka tilfellum er hægt að rekja gjafakort í miðasölu.

* Sendingagjald

Sendingagjald er 180 kr. fyrir heimsend gjafakort.