Menu
logo
09.mars 2017

Frumflutningur á Húsinu

Leikrit Guðmundar Steinssonar Húsið verður frumflutt á Stóra sviðinu annað kvöld, en verkið er nú sett á svið í fyrsta sinn, tæplega hálfri öld eftir að það var skrifað. Húsið var samið um 1970.

Meðal leikenda í Húsinu er ekkja Guðmundar, Kristbjörg Kjeld, en í öðrum helstu hlutverkum eru Guðjón Davíð Karlsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson og Arnmundur Ernst Backman. Fjöldi annarra leikara kemur fram í sýningunni. Leikstjóri er Benedikt Erlingsson.

Guðmundur samdi fjölda leikrita, en þeirra þekktust eru Stundarfriður, Sólarferð og Lúkas. Má það teljast mikill leiklistarviðburður að Húsið skuli nú loks komast á svið.

Nánari upplýsingar um sýninguna má finna hér.