Menu
logo
Fyrirheitna landið - Jerúsalem
Fyrirheitna landið - Jerúsalem

Fyrirheitna landið - Jerúsalem

eftir Jez Butterworth

Um sýninguna

Kraftmikið nýtt verðlaunaverk um átök siðmenningarinnar og hins frumstæða nú á okkar dögum.

Fyrirheitna landið - Jerúsalem var frumflutt hjá Royal Court leikhúsinu í London árið 2009 og fékk frábærar undirtektir. Meðal annars hlaut leikritið Evening Standard og London Critics Circle leiklistarverðlaunin. Sýningin hefur verið sýnd við miklar vinsældir í London og New York.

Við erum stödd í fögrum skógarlundi í útjaðri bæjarins, þorpshátíðin er að hefjast. Hér býr Johnny Byron í hjólhýsi sínu. Náungi sem fælir frá hina ráðvöndu en laðar að sér alla þá sem eru að leita að spennu í líf sitt. Fulltrúar bæjaryfirvalda ætla að láta bera hann út, sex ára sonur hans vill að hann fari með sig á hátíðina, maður nokkur sem er að leita að stjúpdóttur sinni ætlar að berja hann og marglitt samsafn af kunningjum vill fá hjá honum sinn skerf af brennivíni og dópi. Í Johnny hefur löngum ólgað einhver villtur frumkraftur sem í senn hefur skelft fólk og heillað. En getur hann bjargað sér nú þegar allt virðist komið í óefni?

Í Fyrirheitna landinu - Jerúsalem bregður höfundur upp leifturskýrri mynd af nútímasamfélaginu, sláandi andstæðum þess og ógnvekjandi öfgum.


*****
The Daily Telegraph, The Times, Daily Mail, The Independent, Evening Standard, Mail on Sunday, Time Out, Sunday Times, Whatsonstage.com, Financial Times, Daily Express, Sunday Express

Athugið að sýningin er ekki við hæfi barna og reykt er í sýningunni.

Gerð eru tvö hlé á sýningunni.

 

Verð

Verð: 4400 kr.

Lengd sýningar

3 klst. 15 mín. 

Hvar og hvenær

Frumsýning:
23.02.2013 
Svið:
Stóra sviðið 

Aðstandendur

Sýningardagar

Hér koma sýningardagarnir...

Gagnrýni

****

"Hilmir Snær sýnir stjörnuleik í heillandi mannlýsingu ... Sviðsetning Guðjóns Pedersens er mjög flott og leikmynd Finns Arnars Arnarsonar algjört listaverk."

AÞ, Fbl.

 

****

"Hilmir Snær Guðnason fer með þetta margslungna hlutverk og gerir það listavel. ... Á heildina litið er Fyrirheitna landið kraftmikil og falleg sýning sem auðvelt er að mæla með og fær hún hiklaust fjórar stjörnur." ÁT, Vikan.

 

*** 1/2

"Hilmir skilar hlutverkinu með miklum ágætum. Sama á við um aðra leikara. ... Leikmyndin er mjög glæsileg."

SGV, Mbl.

 

***

"Uppsetning Guðjóns Pedersen og samstarfsfólks hans á þessu yfirgripsmikla verki tókst mjög vel. Leikmynd Finns Arnars Arnarsonar var áhrifamikil .... Hilmir Snær skilar hlutverki útlagans vel af sér ... sterk, góð orka innan leikhópsins, góð samstaða sem skilaði þéttri sýningu."

SÁS, Fréttatíminn

 

"Finnur Arnar Arnarson skapaði þetta svið og það var verulega áhrifaríkt ... og svo fær Hilmir Snær að beita öllum sínum sjarma sem er ekki lítill."

SA, Tmm.is

 

"Hilmir túlkar Johnny gríðarlega vel. ... Finnur er meistari á sínu sviði. ... Guðjón Pedersen er leikstjóri Fyrirheitna landsins – Jerúsalem. Hér hefur honum tekist stórkostlega vel upp." IÞ, Hugrás

 

Myndasafn