Menu
logo
Tímaþjófurinn
Tímaþjófurinn

Tímaþjófurinn

eftir Steinunni Sigurðardóttur, leikgerð Melkorka Tekla Ólafsdóttir

Um sýninguna

Fimm tilnefningar til Grímunnar!

  • Leikrit ársins
  • Leikstjóri ársins
  • Dans- og sviðshreyfingar ársins
  • Búningar ársins
  • Hljóðmynd ársins

★★★★

"hnitmiðuð og eftirminnileg sýning"

„… hnitmiðuð og eftirminnileg sýning ... Una heldur fast utan um framvinduna, vinnur vel með gríðarsterkum leikhópi...“

SJ, Fbl.


★★★★

"Með betri sýningum leikársins"

"Stjarna verksins er þó Nína Dögg Filippusdóttir, sem skapar gríðarlega sterka og heilsteypta Öldu. Það er vandasamt að finna eina einustu feilnótu í túlkun hennar sem unnin var af mikilli fagmennsku og alúð."

BL, DV


"alveg svakalega vel gert"

„Alveg svakalega vel gert ... þeim tekst að skapa mjög áhugaverða og spennandi leiksýningu, sem er af mjög miklum listrænum gæðum ... eitthvað sem mér finnst að fólk eigi bara að fara að sjá“

HA, Kastljós


"einn af okkar færustu leikstjórum"

"Una Þorleifsdóttir hefur sýnt undanfarin ár að hún er einn af okkar færustu leikstjórum og er Tímaþjófurinn fullkomið dæmi um hvernig hægt er að aðlaga eitt listaverk og skapa úr því nýtt verk sem getur staðið eitt og sér og á sínum eigin forsendum."

"Vígvöllur ástarinnar er áþreifanlegur í þessu flotta verki og það má með sanni segja að skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur fái það rými sem hún á skilið á sviði Þjóðleikhússins."

GB, Víðsjá


"glæsilegt listaverk"

„...skapa glæsilegt listaverk á sviðinu þar sem hvað styður við annað á áhrifamikinn hátt … Aðdáendur skáldsögunnar flykkjast nú í leikhúsið en óskandi er að þangað rati líka nýir njótendur og sökkvi sér í unaðinn og kvölina í ástarsorg Öldu Ívarsen“

SA, tmm.is


Einstakt verk um ástina – um óslökkvandi þrá, höfnun og missi


Hin vel ættaða, sjálfsörugga og glæsilega Alda Ívarsen, tungumálakennari við Menntaskólann í Reykjavík, sem ætíð hefur boðið heiminum byrginn, reynist varnarlaus þegar ástin loks grípur hana fyrir alvöru, óvænt og miskunnarlaust.

Steinunn Sigurðardóttir er einn virtasti rithöfundur þjóðarinnar. Skáldsaga hennar Tímaþjófurinn hefur átt miklum vinsældum að fagna bæði hér heima og erlendis frá því hún kom út árið 1986. Nú birtist verkið í fyrsta sinn á leiksviði.

Einstakt skáldverk um leynilegt ástarævintýri, höfnun og missi, og þá sársaukafullu þráhyggju sem ást í meinum getur orðið. Verk sem er skrifað af djúpum mannskilningi og meitluðum húmor.


Í uppsetningu Unu Þorleifsdóttur öðlast skáldsaga Steinunnar nýtt líf á leiksviðinu á einstakan og hrífandi hátt. Samspil texta, tónlistar og sviðshreyfinga skapar margslunginn heim ástar, höfnunar og þráhyggju. 


Verð

Verð: 5500 kr.

Lengd sýningar

1 klst. 30 mín. 

Hvar og hvenær

Frumsýning:
24.03.2017 
Svið:
Kassinn 

Aðstandendur

Sýningardagar

Hér koma sýningardagarnir...

Leikskrá

Smelltu hér til að skoða pdf af leikskrá fyrir Tímaþjófinn.

English

Myndasafn