Menu
logo
Tímaþjófurinn
Tímaþjófurinn

Tímaþjófurinn

eftir Steinunni Sigurðardóttur, leikgerð Melkorka Tekla Ólafsdóttir

Um sýninguna

Einstakt verk um ástina – um óslökkvandi þrá, höfnun og missi


Hin vel ættaða, sjálfsörugga og glæsilega Alda Ívarsen, tungumálakennari við Menntaskólann í Reykjavík, sem ætíð hefur boðið heiminum byrginn, reynist varnarlaus þegar ástin loks grípur hana fyrir alvöru, óvænt og miskunnarlaust.

 

Steinunn Sigurðardóttir er einn virtasti rithöfundur þjóðarinnar. Skáldsaga hennar Tímaþjófurinn hefur átt miklum vinsældum að fagna bæði hér heima og erlendis frá því hún kom út árið 1986. Nú birtist verkið í fyrsta sinn á leiksviði.

 

Einstakt skáldverk um leynilegt ástarævintýri, höfnun og missi, og þá sársaukafullu þráhyggju sem ást í meinum getur orðið. Verk sem er skrifað af djúpum mannskilningi og meitluðum húmor.

 


Námskeið um Tímaþjófinn hjá Endurmenntun HÍ

Í tengslum við uppsetninguna á Tímaþjófnum mun Endurmenntun HÍ standa fyrir námskeiði um skáldsöguna og uppsetninguna í marsmánuði, í samvinnu við Þjóðleikhúsið. Sjá nánar um námskeiðið á vef Endurmenntunar HÍ hér.

Verð

Verð: 5500 kr.

Lengd sýningar

 

Hvar og hvenær

Frumsýning:
24.03.2017 
Svið:
Kassinn 

Aðstandendur

Sýningardagar

Hér koma sýningardagarnir...

Myndasafn