Menu
logo
Álfahöllin
Álfahöllin

Álfahöllin

eftir Þorleif Örn Arnarsson

Um sýninguna

Ný sýning eftir Þorleif Örn Arnarsson, unnin í samvinnu við listafólk Þjóðleikhússins.


★★★★

"margbrotið og heillandi listaverk"

ÞT, Mbl.


"Þegar ég byrjaði á uppdrættinum, komu strax í hug minn þjóðsögur okkar um huldufólkið og hamrabergsmyndun okkar. Hvorttveggja þetta er rammíslenzkt. Í fátækt sinni dreymdi þjóðina, að hin dásamlega fegurð, skraut, ljós og ylur, væri í hýbýlum huldufólksins, hinum risavöxnu hömrum hins náttúrumeitlaða bergs. Á hugsjón þessari reisti ég Þjóðleikhúsið sem voldugan hamar, þar sem fegurð lífsins blasir við, þegar í hamarinn er gengið."

Guðjón Samúelsson, arkitekt Þjóðleikhússbyggingarinnar


Á Stóra sviði Þjóðleikhússins, í álfahöllinni miðri, sviðsetur Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri og samverkafólk hans þætti úr sögu íslenskrar leiklistar.

 

Er leikhúsið síðasti raunverulegi samkomustaður samfélagsins, á tímum netvæddra samskipta og einstaklingstækja? Er leikhúsið staður þar sem er hægt að brúa bilin í samfélagi okkar?

 

Listafólk leikhússins leggur af stað í óvissuferð, með gleði, sköpunarkraft og mennsku í farteskinu, og býður þjóðinni upp á tækifæri til þess að hittast og skoða sjálfa sig í spegli listarinnar. 

Verð

Verð: 5500 kr.

Lengd sýningar

2 klst. 32 mín. 

Hvar og hvenær

Frumsýning:
08.04.2017 
Svið:
Stóra sviðið 

Aðstandendur

Tónlistarstjórn

Arnbjörg María Daníelsen

Leikmynd

Börkur Jónsson

Myndbandshönnun

Gaukur Úlfarsson

Astoðarleikstjóri

Anna Katrín Einarsdóttir

Leikmunadeild

Trygve J. Eliassen

Sýningardagar

Hér koma sýningardagarnir...

Myndasafn