Menu
logo
Fjarskaland
Fjarskaland

Fjarskaland

eftir Guðjón Davíð Karlsson

Um sýninguna

Eldfjörug barnasýning með heillandi tónlist um spennandi hættuför inn í land ævintýranna!


Fjarskaland er staðurinn þar sem persónur gömlu, góðu ævintýranna eiga heima. En þar ríkir neyðarástand. Við mannfólkið erum hætt að lesa ævintýrin og þess vegna eru þau að gleymast og eyðast.

 

Dóra leggur upp í hetjulega háskaför til Fjarskalands í von um að bjarga íbúum þess.

 

Fjarskaland er spennandi barnaleikrit sem fær okkur til að rifja upp gömlu, góðu ævintýrin og ekki síður til að hugsa um ýmislegt sem er mikilvægt í samskiptum barna og fullorðinna.

 

Hvernig verður heimurinn okkar ef ævintýrin hverfa?

 

Verð

Verð: 4200 kr.

Lengd sýningar

1 klst. 45 mín. 

Hvar og hvenær

Frumsýning:
22.01.2017 
Svið:
Stóra sviðið 

Aðstandendur

Leikstjórn

Selma Björnsdóttir

Hljóðmynd

Elvar Geir Sævarsson

Danshöfundar

Lára Stefánsdóttir

Aðstoðarmaður leikstjóra

Björn Ingi Hilmarsson

Sýningardagar

Hér koma sýningardagarnir...

Lög og skemmtiefni

Hér er að finna lagatexta, lögin til niðurhals og meira aukaefni.


Kynning (mp3)


Upp í sveit (mp3)

Fögur er hlíðin mín hvít eins og ský.
Hulin af fönn eru túnin.
Vorið samt kemur og allt vaknar enn á ný.
Verulega léttist á mér brúnin.

Upp í sveit,
við erum núna upp í sveit.
Upp í sveit,
við njótum þess að vera uppí sveit.

Upp í sveit,
við erum núna upp í sveit.
Upp í sveit,
Við njótum þess að vera uppí sveit.

Dönsum og okkur nú dillum hér öll.
Dynjandi söngurinn hljómar.
Bergmálar fjörið um dali og fjöll.
Fagurt í skóginum ómar.

Upp í sveit
við erum núna upp í sveit
Upp í sveit
Við njótum þess að vera uppí sveit.

Fjarskalega fallegt (mp3)

Í Fjarskalandi finnum við
ferleg tröll og kiða kið,
Álfa, menn og óværur
og endalausar ófærur.

Hérna búa tröllskessur.
Prinsar líka´ og prinsessur,
Dvergar, flón og drottningar
og draugar sem búa til eldingar.

Fjarskalega fallegt
Fjarskalandi í.
Allt sem okkur dreymir um
allt sem okkur langar í. X2

Sjáið þetta sögusvið
syngur kór við hallarhlið
Vitið þið vinir hvaða ævintýr
Hér í þessu húsi býr.

Hér er vegleg vísbending.
Við sem blasir allt um kring:
Grasið virðist grænna hér
Geiturnar það sögðu mér

Fjarskalega fallegt
Fjarskalandi í.
Allt sem okkur dreymir um
allt sem okkur langar í.

Fjarskalega fallegt
Fjarskalandi í.
Allt sem okkur dreymir um
allt sem okkur langar í.Upp í sveit (undirspil) (mp3)


Fjarkskalega fallegt (undirspil) (mp3)

Leikskrá

Smelltu hér til að sjá leikskrána.

Myndasafn