Menu
logo
Óþelló
Óþelló

Óþelló

eftir William Shakespeare

Um sýninguna

Sígilt meistaraverk, æsispennandi harmleikur um valdabaráttu, losta og afbrýðisemi


Gísli Örn og Vesturport takast á nýjan leik á við Shakespeare, í fyrsta sinn frá því að hópurinn gladdi áhorfendur með hinni feykivinsælu sýningu á Rómeó og Júlíu í þýðingu Hallgríms Helgasonar sem frumsýnd var árið 2002. Sú sýning hefur verið leikin rúmlega 400 sinnum víðs vegar um heiminn á þremur tungumálum, og var meðal annars sett upp á West End í London.

Vesturport hefur nú fengið Hallgrím Helgason aftur til liðs við sig og leggur til atlögu við eitt tilfinningaþrungnasta verk Shakespeares. Eldheitt ástarsamband Óþellós við Desdemónu gerir hann varnarlausan gegn nístandi afbrýðisemi.

Ný uppfærsla þar sem samkeppni, metorðagirnd, slagsmál og ástir skapa kraftmikla leikhúsupplifun í anda hinna vinsælu sýninga Vesturports.

Leikritið er sett upp á 400 ára ártíð Shakespeares.


Boðið er upp á umræður eftir 6. sýningu 27. janúar.

Verð

Verð: 5500 kr.

Lengd sýningar

2 klst. 40 mín. 

Hvar og hvenær

Frumsýning:
22.12.2016 
Svið:
Stóra sviðið 

Aðstandendur

Sýningardagar

Hér koma sýningardagarnir...

Shakespeare á Íslandi

Leikrit Shakespeares og sýningar á Íslandi

 

Hér að neðan er listi yfir leikrit Shakespeares. Ekki liggur fyrir óyggjandi vitneskja um nákvæman ritunartíma allra verkanna en listinn tekur mið af Encycoplædia Britannica, britannica.com.

Getið er um sýningar á verkunum á fjölum íslenskra atvinnuleikhúsa og í Nemendaleikhúsi LÍ og LHÍ. Leikrit Shakespeares hafa einnig verið flutt af áhugaleikfélögum og í Ríkisútvarpinu.

Helgi Hálfdanarson þýddi öll leikrit Shakespeares, og eru titlar úr þýðingasafni hans tilfærðir í listanum, en þess getið sérstaklega þegar aðrir titlar voru notaðir.


1588–97 Love’s Labour’s Lost (Ástarglettur)

1589–92 Henry VI, Part 1 (Hinrik sjötti, fyrsta leikrit)

1589–92 Titus Andronicus (Títus Andróníkus)

 • Titus, Vesturport 2002, þýð. Helgi Hálfdanarson, leikstjórn og leikgerð: Björn Hlynur Haraldsson

1589–94 The Comedy of Errors (Allt í misgripum)

1590–92 Henry VI, Part 2 (Hinrik sjötti, annað leikrit)

1590–93 Henry VI, Part 3 (Hinrik sjötti, þriðja leikrit)

1590–94 The Taming of the Shrew (Snegla tamin)

 • Ótemjan, LR 1981, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Þórhildur Þorleifsdóttir

1590–94 The Two Gentlemen of Verona (Herramenn tveir úr Verónsborg)

1592–94 Richard III (Ríkarður þriðji)

 • Þjóðleikhúsið 2003, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Rimas Tuminas
 • Þjóðleikhúsið 1986, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. John Burgess

1594–96 King John (Jóhann landlausi)

1594–96 Romeo and Juliet (Rómeó og Júlía)

 • Vesturport 2002, þýð. Hallgrímur Helgason, lstj. og leikgerð Gísli Örn Garðarsson, meðlstj. Agnar Jón Egilsson. Enduruppsett í Borgarleikhúsinu 2010 og 2012.
 • Þjóðleikhúsið 1991, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Guðjón Pedersen
 • LR 1964, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Tomás Mac Anna

1595–96 A Midsummer Night’s Dream (Draumur á Jónsmessunótt)

 • Nemendaleikhús LHÍ 2013, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Stefán Jónsson
 • Þjóðleikhúsið 2000, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Baltasar Kormákur
 • Nemendaleikhús LÍ 1993, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Guðjón Pedersen
 • LR í samvinnu við Nemendaleikhús LÍ 1985, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Stefán Baldursson
 • LA 1967, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Ragnhildur Steingrímsdóttir
 • Jónsmessudraumur, Þjóðleikhúsið 1955, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Walter Hudd

1595–96 Richard II (Ríkarður annar)

1596–97 The Merchant of Venice (Kaupmaður í Feneyjum)

 • Þjóðleikhúsið 1974, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Stefán Baldursson og Þórhallur Sigurðsson
 • Kaupmaðurinn í Feneyjum, LR 1945, þýð. Sigurður Grímsson, lstj. Lárus Pálsson

1596–97 Henry IV, Part 1 (Hinrik fjórði, fyrra leikrit)

1597–98 Henry IV, Part 2 (Hinrik fjórði, síðara leikrit)

1597–1601 The Merry Wives of Windsor (Vindsór-konurnar kátu)

1598–99 Much Ado About Nothing (Ys og þys útaf engu)

1598–1600 As You Like It (Sem yður þóknast)

 • Þjóðleikhúsið 1996, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Guðjón Pedersen
 • Þjóðleikhúsið 1952, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Lárus Pálsson

1599 Henry V (Hinrik fimmti)

1599–1600 Julius Caesar (Júlíus Sesar)

 • Þjóðleikhúsið 1959, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Lárus Pálsson

1599–1601 Hamlet

 • LR 2014, þýð. Helgi Hálfdanarson og Jón Atli Jónasson, lstj. Jón Páll Eyjólfsson
 • LA 2002, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Sveinn Einarsson
 • Þjóðleikhúsið 1997, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Baltasar Kormákur
 • LR 1988, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Kjartan Ragnarsson
 • Þjóðleikhúsið 1963, þýð. Matthías Jochumsson, lstj. Benedikt Árnason
 • LR 1949, þýð. Matthías Jochumsson, lstj. Edvin Tiemroth

1600–02 Twelfth Night (Þrettándakvöld)

 • Þrettándakvöld eða... hvað sem þér viljið, Þjóðleikhúsið í samstarfi við Nemendaleikhús LHÍ 2009, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Rafael Bianciotto
 • Nemendaleikhús LÍ 1987, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Þórhallur Sigurðsson
 • Þjóðleikhúsið 1967, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Benedikt Árnason
 • LA 1963, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Ágúst Kvaran
 • LR 1933, þýð. Indriði Einarsson, lstj. Brynjólfur Jóhannesson
 • LR 1926, þýð. Indriði Einarsson, lstj. Indriði Waage

1601–02 Troilus and Cressida (Tróílus og Kressíta)

1601–05 All’s Well That Ends Well (Allt er gott sem endar vel)

1603–04 Measure for Measure (Líku líkt)

1603–04 Othello (Óþelló)

 • Þjóðleikhúsið 2016, þýð. Hallgrímur Helgason, lstj. og leikgerð Gísli Örn Garðarsson
 • Nemendaleikhús LÍ 1990, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Guðjón Pedersen, leikgerð: Guðjón Pedersen, Hafliði Arngrímsson og Gretar Reynisson
 • Þjóðleikhúsið 1972, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. John Fernald

1605–06 King Lear (Lér konungur)

 • Þjóðleikhúsið 2010, þýð. Þórarinn Eldjárn, lstj. Benedict Andrews
 • LR 2000, þýð. Steingrímur Thorsteinsson, endurskoðun þýðingar: Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir, lstj. Guðjón Pedersen
 • Þjóðleikhúsið 1977, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Hovhanness I. Pilikian

1605–08 Timon of Athens (Tímon Aþeningur)

1606–07 Macbeth (Makbeð)

 • Macbeth, Þjóðleikhúsið 2012,  þýð. Þórarinn Eldjárn, lstj. Benedict Andrews
 • Macbeth, vinnusmiðja leikara í Þjóðleikhúsinu 2008, texti byggður á þýðingu Matthíasar Jochumssonar, lstj. Vignir Rafn Valþórsson og Stefán Hallur Stefánsson
 • Macbeth, Frú Emilía 1994, þýð. Matthías Jochumsson, lstj. Guðjón Pedersen, leikgerð: Hafliði Arngrímsson, Gretar Reynisson og Guðjón Pedersen
 • Macbeth, Alþýðuleikhúsið 1989, þýð. Sverrir Hólmarsson, lstj. Inga Bjarnason
 • LR 1977, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Þorsteinn Gunnarsson

1606–07 Antony and Cleopatra (Anton og Kleópatra)

1606–08 Pericles (Períkles)

1608 Coriolanus (Kóríólanus)

1608–10 Cymbeline (Simlir konungur)

1609–11 The Winter’s Tale (Vetrarævintýri)

 • Sumarævintýri, LR 2003, þýð. Indriði Einarsson, lstj. Benedikt Erlingsson, leikgerð: Leikhópurinn
 • LR 1926, þýð. Indriði Einarsson, lstj. Indriði Waage

1611 The Tempest (Ofviðrið)

 • LR í samstarfi við Íslenska dansflokkinn 2010, þýð. Sölvi Björn Sigurðsson, lstj. Oskaras Koršunovas
 • Nemendaleikhús LHÍ 2000, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Rúnar Guðbrandsson
 • Þjóðleikhúsið 1989, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Þórhallur Sigurðsson

1613 Henry VIII (Hinrik áttundi)

 


Nokkrar sýningar byggðar á verkum Shakespeares:

 • Hamlet litli, LR 2014, leikgerð og lstj. Bergur Þór Ingólfsson
 • Hvílíkt snilldarverk er maðurinn! Þjóðleikhúsið 2011, þýð. Helgi Hálfdanarson, lstj. Benedikt Árnason, handrit: Sigurður Skúlason og Benedikt Árnason
 • Macbeth, Íslenska óperan 2003, ópera eftir Giuseppe Verdi, lstj. Jamie Hayes
 • Sjeikspír eins og hann leggur sig, Sjeikspírvinafélag Reykjavíkur (SVR) og Leikfélag Íslands 2000, höfundar: Borgeson, Long og Singer, þýð. Gísli Rúnar Jónsson, lstj. Benedikt Erlingsson
 • Ys og þys út af engu, Íslenski dansflokkurinn 1977, lstj. og danshöfundur: Natalie Konjus
 • Öll veröldin er leiksvið, LR 1972, þýð. Helgi Hálfdanarson, leikstjórn og leikgerð: Guðrún Ásmundsdóttir

 


Listinn er meðal annars byggður á skrá Einars Þorbergssonar, "Vér erum þelið sem draumar spinnast úr" (2001) og skrá Leikminjasafns Íslands á heimasíðunni leikminjasafn.is.


Listann tók saman MTÓ í desember 2016.


 

 

 

 

Leikskrá

Myndasafn