Menu
logo
Kuggur
Kuggur

Kuggur

eftir Sigrúnu Eldjárn

Um sýninguna

Kuggur og félagar geysast nú upp á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn!


"Glimrandi leikhúsvél"

★★★★

Fréttablaðið.

 


Kuggur og Mosi fara í Þjóðleikhúsið til að horfa á skemmtilega leiksýningu. Málfríður og mamma hennar eru líka mættar með skrítin tól og tæki. En hvar eru leikararnir eiginlega? Hér eru furðuverur eins og ruslaskrímsli og geðill geimvera en engir leikarar. Kuggur veit ekki hvað hann á að halda. Hann hélt að það væri allt öðruvísi að fara í leikhús!

 

Kuggur er klár strákur sem á frekar óvenjulega vini. Þeir eru Mosi sem er lítill og grænn og svo mæðgurnar Málfríður og mamma hennar. Málfríður er gömul kerling en mamma hennar er ennþá eldri! Þessar mæðgur eru svo sannarlega skemmtilegar og uppátækjasamar. Það er líf í tuskunum þegar þær fara í Þjóðleikhúsið!

 

Um Kugg og félaga hans hafa verið skrifaðar margar vinsælar bækur, en vinirnir stíga nú á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn.

 

Kuggur og leikhúsvélin naut mikilla vinsælda í Þjóðleikhúsinu á liðnu leikári og var tilnefnd til Grímunnar - Íslensku leiklistarverðlaunanna sem barnasýning ársins.

Aldurshópur: 3-8 ára. 

Verð

Verð: 2200 kr.

Lengd sýningar

0 klst. 55 mín. 

Hvar og hvenær

Frumsýning:
27.09.2015 
Svið:
Kúlan 

Aðstandendur

Sýningardagar

Hér koma sýningardagarnir...

Umfjöllun

"Glimrandi leikhúsvél!"

★★★★

"Kúlan í Þjóðleikhúsinu er eitt skemmtilegasta svið borgarinnar fyrir barnaleikrit og ávallt fagnaðarefni þegar vel tekst til eins og Kuggur og leikhúsvélin eftir Sigrúnu Eldjárn... Gunnar Hrafn, Edda og Ragnheiður vinna laglega saman og hjálpa hvert öðru við að ná algjörlega til ungu leikhúsáhorfendanna. Þau hoppa, skoppa, fetta sig og bretta af bestu list frá upphafi til enda. Gunnar Hrafn er einlægur, skýr og skemmtilegur en Edda og Ragnheiður eru aldeilis ekki síðri með glaðværri sviðsframkomu. ... Þrátt fyrir að leikritið sé miðað við yngstu leikhúsgestina þá geta fullorðnir líka haft mjög gaman af ævintýrum Kuggs, Mosa, Málfríðar og mömmu hennar. Þetta er kjörið tækifæri til að kynna óharðnaða og unga leikhúsgesti fyrir þeim töfrum sem leikhúsið hefur upp á að bjóða."

Fréttablaðið, sjá nánar hér.

Myndasafn