Menu
logo
Goya/Stertabenda
Goya/Stertabenda

Goya/Stertabenda

eftir Double bill

Um sýninguna

DOUBLE BILL // TVÖFÖLD SÝNING

í Kúlunni, Þjóðleikhúsinu 03.11.16 kl 19:30

ÉG VIL FREKAR AÐ GOYA HALDI FYRIR MÉR VÖKU EN EINHVER DJÖFULSINS FÁVITI og STERTABENDA

 

Þessi tvö samstarfsverkefni Þjóðleikhússins hafa vakið mikla athygli og fengið frábæra dóma. Nú hafa aðstandendur sýninganna ákveðið að slá upp DOUBLE BILL - tvöfaldri sýningu fimmtudaginn 3. nóvember næstkomandi.

 

Bæði eru þetta ögrandi samtímaverk sem takast hvort á sinn hátt á við fáránleika tilverunnar og krísu manneskjunnar í neyslusamfélagi einstaklingshyggjunnar.

Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti (2011) er eftir Spænsk-Argentíska leikskáldið Rodrígó García og Stertabenda (2010) eftir hinn þýska Marius von Mayenburg. 


STERTABENDA:

Leikstjórn: Gréta Kristín Ómarsdóttir

Þýðing & leikgerð: Gréta Kristín Ómarsdóttir

Tónlist: Hljómsveitin Eva

Leikarar: Bjarni Snæbjörnsson, María Heba Þorkelsdóttir, Tinna Sverrisdóttir & Þorleifur Einarsson 

UMMÆLI UM STERTABENDU

 

„Sýningin er kraftmikil og full af greddu. [...] Ögrandi og bráðskemmtileg sýning sem enginn leiklistarunnandi ætti að láta framhjá sér fara.“ ⋆⋆⋆⋆ Morgunblaðið, SBH

 

„Póst-módernískur leikhúsgalsi sem heppnast býsna vel. [...] Þýðingin er mjög góð og mikill húmor í henni. [...] Það er mikils að vænta af þessu fólki“ - Kastljós, MK

 

„Stertabenda er öflug sýning sem leikur sér með leikhúsmiðilinn eins og köttur að mús. Leikararnir eru virkilega góðir, held faktískt að nokkrir þeirra séu upp á það besta sem ég hef séð frá þeim, stemningin í sýningunni er lifandi og hrá, manni líður eins og maður sé stöðugt að horfa á spuna." - Stundin, SB

 

„Stertabenda kitlar í orgbotninn [...] þessa leikara hef ég ekki séð jafn sterka á sviði áður [...] einlægt og hástemmt hrós og fimma [...] Húrra fyrir Grétu!“- Starafugl.is AMF

 

„Dásamlegir leikarar léku sýninguna af tærri leikgleði og miklu öryggi. Drífið ykkur í leikhúsið og leyfið ykkur að tryllast úr hlátri yfir fáránleika mannnanna”.  - Hlín Agnarsdóttir

 

„Þetta var dillandi skemmtileg sýning, bráðfyndinn fáránleiki sem minnti mig oft á sýningar á leikritum Magnúsar Pálssonar myndlistarmanns í gamla daga."  - TMM, SA

 

“Hér er engin tilgerð, ekkert múður. Bara flott, feitt leikhús”  - Jórunn Sigurðardóttir

 

„Leikstjórn Grétu Kristínar Ómarsdóttur á Stertabendu gefur vonir um bjarta tíð framundan"  - Starafugl.is, TÓ


ÉG VIL FREKAR AÐ GOYA HALDI FYRIR MÉR VÖKU EN EINHVER DJÖFULSINS FÁVITI: 

Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir

Þýðing: Una Þorleifsdóttir & Stefán Hallur Stefánsson

Leikari: Stefán Hallur Stefánsson

Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson

UMMÆLI UM ÉG VIL FREKAR AÐ GOYA HALDI FYRIR MÉR VÖKU EN EINHVER DJÖFULSINS FÁVITI:

 

Þessi dirfska borgar sig ríkulega (...)  Hér er unnið af stakri fagmennsku.” Morgunblaðið, ÞT

 

“Lýsingar föðurins á samskiptum sínum við drengina og væntanlegu ferðalagi með þeim verður æ gróteskari og fáránlegri um leið og líðan persónunnar versnar og versnar. Því kom Stefán Hallur fullkomlega til skila. Angist hans var átakanleg.” - TMM.is, SA

 

„Kraftmikill performans [...] manni er gefið á kjaftinn.” - Kastljós, HA

 

„Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti er kröftug sýning með alvöru erindi, miðlað af öguðu listfengi. Spennandi leikhús í sinni nöktustu mynd“. - Morgunblaðið, ÞT

 

„Stefán Hallur Stefánsson stendur á miðju sviði Kúlunnar, framarlega, í leikhúsþoku og kvelst. Hann hreyfir sig ekki úr sporunum en þó svitnar hann af harkalegum innri átökum. Það var mergjað.“ - TMM.is, SA

 

"Þetta er ofsafenginn og ruddalegur texti. (...) Komið til skila á mjög áhrifaríkan hátt í meðförum Stefáns Halls (....) Þetta er hljóðlát ákefð.." - Kastljós, HA

 

Þetta er frábærlega gert.” - Morgunblaðið, ÞT

 

Verð

Verð: 5500 kr.

Lengd sýningar

2 klst. 25 mín. 

Hvar og hvenær

Frumsýning:
03.11.2016 
Svið:
Kúlan 

Aðstandendur

Sýningardagar

Hér koma sýningardagarnir...

Myndasafn