Menu
logo
Horft frá brúnni
Horft frá brúnni

Horft frá brúnni

eftir Arthur Miller

Um sýninguna

Eitt magnaðasta leikverk 20. aldarinnar, um forboðnar ástir, svik og frelsisþránaHorft frá brúnni er eitt magnaðasta leikrit 20. aldarinnar. Áhrifamikil saga um örlög alþýðufólks í hafnarhverfi í New York, verk um forboðnar ástir, svik og leitina að frelsi í landi tækifæranna.

 


Hafnarverkamaðurinn Eddie Carbone og Beatrice eiginkona hans hafa gengið Katrínu, systurdóttur Beatrice, í foreldrastað. Fjölskyldan skýtur skjólshúsi yfir tvo unga menn frá Sikiley, ólöglega innflytjendur, og Katrín verður fljótt ástfangin af yngri manninum. Eddie hefur ávallt lagt sig fram um að vernda fósturdóttur sína og tekur þá afdrifaríku ákvörðun að skilja elskendurna ungu að.

 


Leikstjóri sýningarinnar, Stefan Metz, hefur starfað í virtum leikhúsum víða um Evrópu en nýverið setti hann upp rómaða sýningu á Eldrauninni eftir Arthur Miller hér í Þjóðleikhúsinu.

 

Verð

Verð: 5500 kr.

Lengd sýningar

1 klst. 45 mín. 

Hvar og hvenær

Frumsýning:
30.09.2016 
Svið:
Stóra sviðið 

Aðstandendur

Sýningardagar

Hér koma sýningardagarnir...

Miller á Íslandi

LEIKRIT ARTHURS MILLERS Á SVIÐI ÍSLENSKRA ATVINNULEIKHÚSA

 

All My Sons, 1947

Allir synir mínir, Þjóðleikhúsið, leikstj. Stefán Baldursson, þýð. Hrafnhildur Hagalín, 2011

Allir synir mínir, Þjóðleikhúsið, leikstj. Þór Tulinius, þýð. Hrafnhildur Hagalín, 1993

Allir synir mínir, LR, leikstj. Gísli Halldórsson, þýð. Jón Óskar, 1958

 

Death of a Salesman, 1949

Sölumaður deyr, LR, leikstj. Þórhildur Þorleifsdóttir, þýð. Jónas Kristjánsson, 2002

Sölumaður deyr, Þjóðleikhúsið, leikstj. Þórhallur Sigurðsson, þýð. Jónas Kristjánsson, 1981

Sölumaður deyr, LA, leikstj. Herdís Þorvaldsdóttir, þýð. Skúli Skúlason, 1977

Sölumaður deyr, Þjóðleikhúsið, leikstj. Indriði Waage, þýð. Skúli Skúlason, 1951

 

An Enemy of the People, 1950 (leikgerð byggð á leikriti Ibsens)

Fjandmaður fólksins, LR, leikstj. María Kristjánsdóttir, þýð. Sigurður Pálsson, 2001

Þjóðníðingur, Þjóðleikhúsið, leikstj. Baldvin Halldórsson, þýð. Árni Guðnason, 1975

 

The Crucible, 1953

Eldraunin, Þjóðleikhúsið, leikstj. Stefan Metz, þýð. Kristján Þórður Hrafnsson, 2014

Í deiglunni, Þjóðleikhúsið, leikstj. Gísli Alfreðsson, þýð. Jakob Benediktsson, 1986

Í deiglunni, Þjóðleikhúsið, leikstj. Lárus Pálsson, þýð. Jakob Benediktsson, 1955

 

A View from the Bridge, 1955

Horft frá brúnni, Þjóðleikhúsið, leikstj. Stefan Metz, þýð. Sigurður Pálsson, 2016

Horft frá brúnni, LR, leikstj. Kristín Jóhannesdóttir, þýð. Sigurður Pálsson, 1999

Horft af brúnni, LA, leikstj. Theodór Júlíusson, þýð. Jakob Benediktsson, 1988

Horft af brúnni, Þjóðleikhúsið, leikstj. Lárus Pálsson, þýð. Jakob Benediktsson, 1957

 

After the Fall, 1964

Eftir syndafallið, leikstj. Benedikt Árnason, þýð. Jónas Kristjánsson, Þjóðleikhúsið, 1965

 

The Price, 1968

Gjaldið, Þjóðleikhúsið, leikstj. Gísli Halldórsson, þýð. Óskar Ingimarsson, 1970

 

Broken Glass, 1994

Glerbrot, Þjóðleikhúsið, leikstj. Þórhildur Þorleifsdóttir, þýð. Birgir Sigurðsson, 1995

Leikskrá

Myndasafn