Menu
logo
Yfir til þín - Spaugstofan 2016
Yfir til þín - Spaugstofan 2016

Yfir til þín - Spaugstofan 2016

eftir Spaugstofuna

Um sýninguna

Grín í 30 ár!

Fyrir 30 árum mynduðu fimm kumpánar hóp sem tók að hittast reglulega og hafa í flimtingum flest milli himins og jarðar. Sumir kölluðu þá rugludalla, aðrir kölluðu þá snillinga, enn aðrir dóna, klámhunda og guðlastara. Sjálfir kölluðu þeir sig Spaugstofuna. Þetta samstarf reyndist í meira lagi vanabindandi - og enn hefur þeim ekki tekist að hætta. Nú birtast þeir á Stóra sviði Þjóðleikhússins og hafa líklega aldrei verið ruglaðri. Að minnsta kosti er þeim ennþá ekkert heilagt.

Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna! (Ef fjölskyldan er ekki alltof viðkvæm...)

Spaugstofan í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

Verð

Verð: 5500 kr.

Lengd sýningar

2 klst. 

Hvar og hvenær

Frumsýning:
21.10.2016 
Svið:
Stóra sviðið 

Aðstandendur

Sýningardagar

Hér koma sýningardagarnir...

Listi yfir aðstandendur

Höfundar og leikarar: Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson, Sigurður Sigurjónsson, Örn Árnason

Söngtextar og bundið mál: Karl Ágúst Úlfsson

Tónlist: Karl Ágúst Úlfsson, Örn Árnason, Gunnar Þórðarson og fleiri

Tónlistarstjórn: Jónas Þórir Þórisson

 

Sýningarstjórn: Kristín Hauksdóttir

Aðstoð við leikstjórn: Ágústa Skúladóttir

Sviðshreyfingar: Katrín Ingvadóttir

Aðstoð við útlit: Finnur Arnar Arnarson

Lýsing: Hermann Karl Björnsson

Hljóðmynd: Elvar Geir Sævarsson

Upptaka tónlistar og hljóðfæraleikur: Matthías Stefánsson

Upptaka á söng: Stúdíó Sýrland

Förðun:  Valdís Karen Smáradóttir

Hárgreiðsla: Guðrún Erla Sigurbjarnadóttir

Leikmunir: Trygve Jónas Elíassen

Stóra sviðið, yfirumsjón: Stella Björk Hilmarsdóttir

Leikmyndarsmíði: Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins

HOMO HUMORENSIS

Rannsóknum fræðimanna á tegundinni Homo humorensis, hinum spaugsama manni, hefur verið mjög ábótavant í tímans rás. Fáar minjar hafa fundist sem skýrt geta andlegt líf hans eða athafnir frá degi til dags. Af verkum einstaklinga af þessari tegund hefur svo lítið varðveist að nánast ekkert er á þeim byggjandi og þeir fáu brandarar sem fundist hafa við fornleifarannsóknir eru illa farnir og nánast óskiljanlegir. Þó er vitað að haustið 1985 kom saman hópur ungra manna til að setja saman svokallað áramótaskaup. Allar götur síðan gekk þessi hópur undir nafninu Spaugstofan. Á þrjátíu ára tímabili virðist Spaugstofan hafa sent frá sér rétt tæplega 500 sjónvarpsþætti, en auk þess gríðarlegt magn útvarpsefnis og leiksýningar sem báru titla eins og ÖRFÁ SÆTI LAUS, Í GEGNUM GRÍNMÚRINN, SPAUGSTOFAN Á FLEYGIFERÐ og ENN EINN HRINGURINN. Fræðimönnum ber ekki saman um hvort sú gálausa afstaða til heimsins sem einkenndi þennan hóp sé dæmigerð fyrir tegundina Homo humorensis, en hitt þykir staðfest að fulltrúar annarra manntegunda kærðu Spaugstofuna bæði fyrir klám, guðlast og svívirðilegar persónulegar árásir, en um það var ort:

 

Þvílíkt böl sem var á mann og mey lagt -

fólk muldraði: „Guð, þeim er ekkert heilagt.“

Myndasafn