Menu
logo
Hænuungarnir
Hænuungarnir

Hænuungarnir

eftir Braga Ólafsson

Um sýninguna

Bráðfyndið og ísmeygilegt nýtt íslenskt verk sem sló í gegn á síðasta leikári.

 

„Þjóð sem lætur völdin í hendurnar á þjófum og glæpamönnum, hlýtur að gera ráð fyrir að einhverju verði stolið frá henni.“

 

Hænuungarnir voru frumsýndir í Kassanum í febrúar og slógu samstundis í gegn. Þetta bráðskemmtilega leikrit um nútíma Íslendinga hefur verið sýnt fyrir fullu húsi síðan þá. Sýningin hlaut fimm tilnefningar til Grímunnar og Kristbjörg Kjeld hlaut Grímuna sem leikkona ársins í aukahlutverki.

 

Heimasíða Braga Ólafssonar 

 

Þegar einhverju er stolið úr geymslunni manns í sameigninni er ekki nema eðlilegt að maður vilji vita hver þjófurinn er. Það er að minnsta kosti skoðun jazzáhugamannsins Sigurhans. Og þótt það hafi ekki verið nema nokkrir kjúklingar á tilboðsverði sem hurfu úr frystikistunni finnst Sigurhans ástæða til að halda aukahúsfund. Enda telur hann sig vita hverjir voru að verki.

 

Hænuungarnir eru annað leikrit Braga Ólafssonar fyrir leiksvið. Hið fyrra, Belgíska Kongó, með Eggerti Þorleifssyni í aðalhlutverki og í leikstjórn Stefáns Jónssonar, var sýnt hundrað sinnum í Borgarleikhúsinu.

 

 


 

Verð

Verð: 3900 kr.

Lengd sýningar

2 klst. 

Hvar og hvenær

Frumsýning:
27.02.2010 
Svið:
Kassinn 

Aðstandendur

Sýningardagar

Hér koma sýningardagarnir...

Leikdómar

 “Meistaraleg meðferð á meistaralegum texta. Eiginlega nær sú einkunn yfir alla í þessari sýningu, og má þar þakka bæði leikurum og leikstjóra.”
Silja Aðalsteinsdóttir, Tmm.is.

 

 “...þessa kvöldstund í Þjóðleikhúsinu getum við hlegið okkur máttlaus yfir aumkunarverðri heimsku mannskepnunnar, umkomuleysi hennar og hjálparvana getuleysi frammi fyrir örlögum sínum.”
Bryndís Schram, Pressan.is.

 

“Hér hefur Stefán Jónsson unnið afrek. Allt þetta spilverk er eins og feiknahraður djass, Stefán hamrar nótnaborð leiklistarinnar eins og Theolonius Monk píanóið á góðum degi hér áður og fyrrum.”
Guðmundur S. Brynjólfsson, Mbl.

 

 “Næst þegar einhver spyr mig hvað sé nú mest spennandi í leikhúsunum, ætla ég að nefna leik Braga Ólafssonar.”
Jón Viðar Jónsson, DV.

 

Myndasafn